Markaðurinn
Ekran: Inspiration
Valrhona kynnti nýverið vörulínu sem kallast Inspiration. Þetta er í fyrsta skipti sem Valrhona kynnir til sögunnar súkkulaði sem inniheldur frumlega og ferska bragðtóna, gerða úr ávöxtum.
Súkkulaðið er einstaklega fallegt á litinn og inniheldur einungis kakósmjör, sykur, náttúruleg bragð- og litarefni.
Inspiration línan gefur tækifæri til að nota ávexti á sama hátt og súkkulaði hefur verið notað áður, þar sem hugmyndaflugið eitt ræður förinni!
Hægt er að vinna súkkulaðið eins og öll önnur þegar kemur að temprun og almennri notkun hvort sem það er í mousse, ganache eða hjúpun á konfekti.
Bragðtegundirnar sem kynntar voru fyrr á árinu eru möndlu, jarðarberja og ástaraldin. Nú eru komnar á markaðinn tvær nýjar og spennandi tegundir sem eru yuzu og hindber og hafa nú þegar slegið í gegn á meginlandinu.
Sölumenn Ekrunnar eru nýkomnir frá Frakklandi þar sem þeir skoðuðu verksmiðju Valrhona og kynntu sér starfsemi og vörur Valrhona.
Þeir eru að sjálfsögðu fullir af fróðleik, ekki hika við að vera í sambandi við þá á tölvupóstfangið [email protected] eða í síma 530-8500.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Keppni2 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni2 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni5 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann