Bocuse d´Or
Ekran er nýr bakhjarl Bocuse d’Or akademíunnar Íslands – Hinrik Örn: „Ferðalagið hefst núna og ég byrja á öllu sem er utan eldhússins….“

Við undirskrift samstarfssamnings Ekrunnar og Bocuse d’Or akademíunnar.
Hildur Erla Björgvinsdóttir, framkvæmdastjóri Ekrunnar, og Friðgeir Ingi Eiríksson, forseti Bocuse d’Or akademíunnar, handsala samkomulagið. Hinrik Örn Lárusson og Viktor Örn Andrésson standa að baki.
Matreiðslumaðurinn Hinrik Örn Lárusson keppir fyrir Íslands hönd í virtustu matreiðslukeppni heims, Bocuse d’Or. Ekran er nýr bakhjarl Bocuse d’Or akademíu Íslands og var samstarfssamningurinn undirritaður á blaðamannafundi í hádeginu í gær.
Bocuse d’Or hefur verið haldin síðan 1987 í Lyon í Frakklandi en eingöngu 24 þjóðir fá keppnisrétt eftir að hafa komist í upp úr forkeppni í sinni heimsálfu. Hinrik Örn lærði matreiðslu á Hótel Sögu, stofnaði Lux veitingar, var matreiðslumaður ársins 2024 og hefur áður keppt í Bocuse d’or svo óhætt er að segja hann sé hokinn af reynslu. Tveggja ára ferðalag Hinriks hófst í gær þar sem allt er lagt undir, hann stefnir alla leið og ætlar sér að næla í gullið.
- Daníel Jón Ómarsson sölufulltrúi hjá Ekrunni, Hinrik Örn Lárusson matreiðslumaður og keppandi í Bocuse d’Or ásamt Hildi Erlu Björgvinsdóttur framkvæmdastjóra Ekrunnar.
- Hinrik Örn Lárusson matreiðslumaður mun keppa fyrir Íslands hönd í hinni virtu matreiðslukeppni Bocuse d’Or
„Mér líst vel á þetta tveggja ára ferðalag og hlakka til að hefja störf.
Ferðalagið hefst núna og ég byrja á öllu sem er utan eldhússins, smíða teymið í kringum keppnina, finna aðstoðarfólk, hitta hönnuði, markaðsfólk og fleira sem verður skemmtilegt.”
segir Hinrik.
„Þessi keppni er ekki aðeins sú virtasta heldur líka sú skemmtilegasta. Þetta er eins og að fara á leik í enska boltanum.”
Segir Þráinn Freyr Vigfússon varaforseti Bocuse d’Or akademíunnar á Íslandi.

Bocuse d’Or akademían á blaðamannafundi.
Fulltrúar Bocuse d’Or akademíunnar kynntu formlega þátttöku Íslands í keppninni árið 2026 og tilkynntu jafnframt um nýjan bakhjarl, Ekruna
Ísland hefur átt fulltrúa í keppninni síðan 1999 og alltaf verið meðal 10 efstu þjóða að keppni lokinni. Aðspurðir segja þeir slíkur árangur náist ekki nema fyrir tilstilli góðra bakhjarla og styrktaraðila og eru þeir þeim gríðarlega þakklátir fyrir stuðninginn.
Starfsfólk Ekrunnar hlakkar til að fylgjast með undirbúningi Hinriks við keppnina og við óskum honum góðs gengis í verkefnunum framundan.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Markaðurinn1 dagur síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Frétt3 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Keppni24 klukkustundir síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Keppni2 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu
-
Keppni2 dagar síðanGraham’s Blend Series snýr aftur stærri og metnaðarfyllri en áður
-
Uppskriftir23 klukkustundir síðanAurore hjá Sweet Aurora deilir uppskrift með lesendum veitingageirans







