Viðtöl, örfréttir & frumraun
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
Rekstur Kokkalandsliðsins og Klúbbs matreiðslumeistara hefur vaxið svo mikið að ekki er lengur hægt að reiða sig eingöngu á sjálfboðaliða. Frá því í maí 2024 hefur framkvæmdaráð unnið að því að tryggja nægilegt fjármagn fyrir starfsemina og ýta úr vör ný verkefni sem hafa setið á hakanum vegna manneklu.
Sjá einnig: Glæsilegur aðalfundur KM á Hótel Geysi – Nýtt framkvæmdaráð mun sjá um daglegan rekstur klúbbsins
Nú hefur verið stigið það skref að ráða Þóri Erlingsson sem framkvæmdastjóra og Andreas Jacobsen sem rekstrarstjóra. Þeir munu sinna þessum störfum samhliða forseta- og gjaldkerastarfinu. Skrifstofa hefur verið fengin í húsi fagfélaganna að Stórhöfða 31, klúbbnum að kostnaðarlausu.
Framtíðarsýnin er að skrifstofan verði ekki aðeins vinnuaðstaða heldur einnig afdrep fyrir félagsmenn, með setustofu, fundaraðstöðu og aðstöðu til að skrá sögu klúbbsins í stafrænt form. Þegar innréttingar eru fullgerðar verður haldið formlegt opnunarhóf.
Myndir: kokkalandslidid.is
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni1 dagur síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel8 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park










