Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð

Birting:

þann

Ekki lengur bara sjálfboðavinna - Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð

Þórir Erlingsson og Andreas Jacobsen

Rekstur Kokkalandsliðsins og Klúbbs matreiðslumeistara hefur vaxið svo mikið að ekki er lengur hægt að reiða sig eingöngu á sjálfboðaliða. Frá því í maí 2024 hefur framkvæmdaráð unnið að því að tryggja nægilegt fjármagn fyrir starfsemina og ýta úr vör ný verkefni sem hafa setið á hakanum vegna manneklu.

Sjá einnig:  Glæsilegur aðalfundur KM á Hótel Geysi – Nýtt framkvæmdaráð mun sjá um daglegan rekstur klúbbsins

Nú hefur verið stigið það skref að ráða Þóri Erlingsson sem framkvæmdastjóra og Andreas Jacobsen sem rekstrarstjóra. Þeir munu sinna þessum störfum samhliða forseta- og gjaldkerastarfinu. Skrifstofa hefur verið fengin í húsi fagfélaganna að Stórhöfða 31, klúbbnum að kostnaðarlausu.

Framtíðarsýnin er að skrifstofan verði ekki aðeins vinnuaðstaða heldur einnig afdrep fyrir félagsmenn, með setustofu, fundaraðstöðu og aðstöðu til að skrá sögu klúbbsins í stafrænt form. Þegar innréttingar eru fullgerðar verður haldið formlegt opnunarhóf.

Myndir: kokkalandslidid.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið smari@veitingageirinn.is Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið

Veitingageirinn.is - Allt um veitingageirann - Fréttavefur um mat og vín - Netfang: frettir@veitingageirinn.is
RSS - Molar