Viðtöl, örfréttir & frumraun
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
Rekstur Kokkalandsliðsins og Klúbbs matreiðslumeistara hefur vaxið svo mikið að ekki er lengur hægt að reiða sig eingöngu á sjálfboðaliða. Frá því í maí 2024 hefur framkvæmdaráð unnið að því að tryggja nægilegt fjármagn fyrir starfsemina og ýta úr vör ný verkefni sem hafa setið á hakanum vegna manneklu.
Sjá einnig: Glæsilegur aðalfundur KM á Hótel Geysi – Nýtt framkvæmdaráð mun sjá um daglegan rekstur klúbbsins
Nú hefur verið stigið það skref að ráða Þóri Erlingsson sem framkvæmdastjóra og Andreas Jacobsen sem rekstrarstjóra. Þeir munu sinna þessum störfum samhliða forseta- og gjaldkerastarfinu. Skrifstofa hefur verið fengin í húsi fagfélaganna að Stórhöfða 31, klúbbnum að kostnaðarlausu.
Framtíðarsýnin er að skrifstofan verði ekki aðeins vinnuaðstaða heldur einnig afdrep fyrir félagsmenn, með setustofu, fundaraðstöðu og aðstöðu til að skrá sögu klúbbsins í stafrænt form. Þegar innréttingar eru fullgerðar verður haldið formlegt opnunarhóf.
Myndir: kokkalandslidid.is

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Keppni2 dagar síðan
Uppfært: Brauðtertukeppni fagmanna frestað
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Frétt3 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Gabríel Kristinn – Kokkur ársins 2025 – leiðir þig í gegnum fullkomna páskamáltíð
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Hlaðborðsvörur í úrvali hjá Bako Verslunartækni