Viðtöl, örfréttir & frumraun
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
Rekstur Kokkalandsliðsins og Klúbbs matreiðslumeistara hefur vaxið svo mikið að ekki er lengur hægt að reiða sig eingöngu á sjálfboðaliða. Frá því í maí 2024 hefur framkvæmdaráð unnið að því að tryggja nægilegt fjármagn fyrir starfsemina og ýta úr vör ný verkefni sem hafa setið á hakanum vegna manneklu.
Sjá einnig: Glæsilegur aðalfundur KM á Hótel Geysi – Nýtt framkvæmdaráð mun sjá um daglegan rekstur klúbbsins
Nú hefur verið stigið það skref að ráða Þóri Erlingsson sem framkvæmdastjóra og Andreas Jacobsen sem rekstrarstjóra. Þeir munu sinna þessum störfum samhliða forseta- og gjaldkerastarfinu. Skrifstofa hefur verið fengin í húsi fagfélaganna að Stórhöfða 31, klúbbnum að kostnaðarlausu.
Framtíðarsýnin er að skrifstofan verði ekki aðeins vinnuaðstaða heldur einnig afdrep fyrir félagsmenn, með setustofu, fundaraðstöðu og aðstöðu til að skrá sögu klúbbsins í stafrænt form. Þegar innréttingar eru fullgerðar verður haldið formlegt opnunarhóf.
Myndir: kokkalandslidid.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið1 dagur síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn1 dagur síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn5 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025
-
Markaðurinn1 dagur síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni










