Uncategorized
Einstakt og ítarlegt Tequila Master Class
Hélstu að Tequila væri búin til úr kaktus? með lirfu í flöskunni? gæfi heljarinnar timburmenn? væri drukkin með salti og sitrónu? Þetta allt er rangt, þetta hefur ekki verið Tequila – og Claes Puebla Smith gaf sér 8 klst til að sannfæra okkur um að Tequila væri allt annað – og honum tókst það frábærlega.
14 manns sátu námskeiðið hjá Claes, sem er hálfur Svíi og hálfur Mexikani, og fengu frábært innsýn í heimi Tequila. Flestir munu þreyja próf sem verður í janúar til að fá títilinn Tequila Maestro Sommelier. En fyrir þá sem höfðu þessa „cliché“ mynd af Tequila, eru hér nokkrir athyglisverðir punktar :
– Tequila er búin til úr safanum af agave blue weber tequilana, sem er af líljuætt en ekki hið minnsta skylt kaktus
– engin hefð er fyrir lirfu í Tequila, það var auglýsingabrella í 1940 í Bandaríkjunum og eingöngu í Mezcal víni (til að leyfa fólki að rugla saman við ónefnd ofskynjunarefni)
– salt og sitróna eru mikið notuð saman í Mexikó en engin hefð er fyrir þeim með alvöru Tequila
– þangað til 2000 voru allar tegundir af Tequila sem seldar voru í Evrópu eftirlíkingar
og nokkrar staðreyndir sem fáir vita um:
– agave þarf að vaxa í 7 til 10 ár áður en það er skorið upp og notað
– kjarninn einn („pina“ sem líkist ananas) er notað og 7 kg agave þarf fyrir 1 l af Tequila
– Tequila hefur upprunavottun (DOT) samsvarandi AOC eða DO, DOC í Evrópu og kemur frá afmörkuðum svæðum í Mexikó
– 2 tegundir af Tequila eru til: Tequila 100% Agave og Tequila (stundum kölluð Tequila Mixto) sem inniheldur minnst 51% vínanda frá agave plöntuninni
– Tequila salan (alvöru) hefur aukist um 30-40% í Evrópu og Bandaríkjunum undanfarin ár
Margt er að finna á heimasíðu Claes, sem er ráðgjafi Consejo Regulador del Tequila (Tequila Ráðið) og flýtur inn margar tegundir til Svíþjóðar og Evrópu: www.aliassmith.com .
Við þökkum öll fyrir okkur.
Dominique.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn5 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni





