Vertu memm

Uncategorized

Einstakt og ítarlegt Tequila Master Class

Birting:

þann

Hélstu að Tequila væri búin til úr kaktus? með lirfu í flöskunni? gæfi heljarinnar timburmenn? væri drukkin með salti og sitrónu? Þetta allt er rangt, þetta hefur ekki verið Tequila – og Claes Puebla Smith gaf sér 8 klst til að sannfæra okkur um að Tequila væri allt annað – og honum tókst það frábærlega.

14 manns sátu námskeiðið hjá Claes, sem er hálfur Svíi og hálfur Mexikani, og fengu frábært innsýn í heimi Tequila. Flestir munu þreyja próf sem verður í janúar til að fá títilinn Tequila Maestro Sommelier. En fyrir þá sem höfðu þessa „cliché“ mynd af Tequila, eru hér nokkrir athyglisverðir punktar :
– Tequila er búin til úr safanum af agave blue weber tequilana, sem er af líljuætt en ekki hið minnsta skylt kaktus
– engin hefð er fyrir lirfu í Tequila, það var auglýsingabrella í 1940 í Bandaríkjunum og eingöngu í Mezcal víni (til að leyfa fólki að rugla saman við ónefnd ofskynjunarefni)
– salt og sitróna eru mikið notuð saman í Mexikó en engin hefð er fyrir þeim með alvöru Tequila
– þangað til 2000 voru allar tegundir af Tequila sem seldar voru í Evrópu eftirlíkingar

og nokkrar staðreyndir sem fáir vita um:
– agave þarf að vaxa í 7 til 10 ár áður en það er skorið upp og notað
– kjarninn einn („pina“ sem líkist ananas) er notað og 7 kg agave þarf fyrir 1 l af Tequila
– Tequila hefur upprunavottun (DOT) samsvarandi AOC eða DO, DOC í Evrópu og kemur frá afmörkuðum svæðum í Mexikó
– 2 tegundir af Tequila eru til: Tequila 100% Agave og Tequila (stundum kölluð Tequila Mixto) sem inniheldur minnst 51% vínanda frá agave plöntuninni
– Tequila salan (alvöru) hefur aukist um 30-40% í Evrópu og Bandaríkjunum undanfarin ár

Margt er að finna á heimasíðu Claes, sem er ráðgjafi Consejo Regulador del Tequila (Tequila Ráðið) og flýtur inn margar tegundir til Svíþjóðar og Evrópu: www.aliassmith.com .

Við þökkum öll fyrir okkur.

Dominique.

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið