Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Einn vinsælasti pop-up viðburður í fyrra endurtekinn í ár

Birting:

þann

Einn vinsælasti pop-up viðburður í fyrra endurtekinn í ár

Hákon Már Örvarsson

Matreiðslumeistarinn Hákon Már Örvarsson verður aftur með „pop-up“ matseðil á Hotel Holti í aðdraganda komandi jóla.

Í fyrra komu yfir 700 manns í „pop-up“ veislumáltíð á Holtið í matseðilinn hjá Hákoni.

Sjá einnig hér: Hákon Már býður til veislu í aðdraganda jóla

Núna í ár verða 9 kvöld í boði og hefst veislan 30 nóvember. Eftirfarandi dagsetningar verða í boði.

30. nóv, 1. des, 2. des. /// 7. des, 8. des, 9. des /// 14. des, 15. des, 16. des.

Matseðillinn er 6 rétta og er hægt að njóta með vínpörun eða óáfengri drykkjarpörun.

Einn vinsælasti pop-up viðburður í fyrra endurtekinn í ár

„Mig langar að bjóða uppá fjölrétta hátíðarmatseðil með réttum sem ég hef búið til fyrir gesti að njóta í aðraganda jóla. Ég hef valið úrvalsgott hráefni.

Svo er matreiðslan, brögðin og framsetningin trú mér og í mínum anda á þessum árstíma. Auk þess, þá er þetta hugsað sem kvöld fyrir matar og vín upplifun.“

Segir Hákon sem hefur í gegnum árin unnið til verðlauna fyrir hæfileika sína í eldhúsinu jafnt hér heima sem og erlendis. Þá er helst að nefna Bocuse d´Or bronsverðlaun á sínum tíma m.a.

Líkt og í fyrra verður Þorri Hringsson listmálari innan handar með vali á léttvínum til að para viðeigandi vín með öllum réttum matseðilsins. Þorri hefur áralangt fjallað um vín og er einn okkar fremsti vínsérfræðingur. Hann heldur úti vínsíðunni Víngarðurinn á Facebook.

Hótel Holt og Hákon bjóða ykkur aftur hjartanlega velkomin/n í veislumáltíð í glæsilegu veitingarými á Holtinu í desember.

Allar frekari upplýsingar má nálgast í síma Hótel Holt 5525700 eða senda tölvupóst til [email protected] og [email protected]

Einnig á Dineout.is hér.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið