Viðtöl, örfréttir & frumraun
Einn vinsælasti pop-up viðburður í fyrra endurtekinn í ár
Matreiðslumeistarinn Hákon Már Örvarsson verður aftur með „pop-up“ matseðil á Hotel Holti í aðdraganda komandi jóla.
Í fyrra komu yfir 700 manns í „pop-up“ veislumáltíð á Holtið í matseðilinn hjá Hákoni.
Sjá einnig hér: Hákon Már býður til veislu í aðdraganda jóla
Núna í ár verða 9 kvöld í boði og hefst veislan 30 nóvember. Eftirfarandi dagsetningar verða í boði.
30. nóv, 1. des, 2. des. /// 7. des, 8. des, 9. des /// 14. des, 15. des, 16. des.
Matseðillinn er 6 rétta og er hægt að njóta með vínpörun eða óáfengri drykkjarpörun.
„Mig langar að bjóða uppá fjölrétta hátíðarmatseðil með réttum sem ég hef búið til fyrir gesti að njóta í aðraganda jóla. Ég hef valið úrvalsgott hráefni.
Svo er matreiðslan, brögðin og framsetningin trú mér og í mínum anda á þessum árstíma. Auk þess, þá er þetta hugsað sem kvöld fyrir matar og vín upplifun.“
Segir Hákon sem hefur í gegnum árin unnið til verðlauna fyrir hæfileika sína í eldhúsinu jafnt hér heima sem og erlendis. Þá er helst að nefna Bocuse d´Or bronsverðlaun á sínum tíma m.a.
Líkt og í fyrra verður Þorri Hringsson listmálari innan handar með vali á léttvínum til að para viðeigandi vín með öllum réttum matseðilsins. Þorri hefur áralangt fjallað um vín og er einn okkar fremsti vínsérfræðingur. Hann heldur úti vínsíðunni Víngarðurinn á Facebook.
Hótel Holt og Hákon bjóða ykkur aftur hjartanlega velkomin/n í veislumáltíð í glæsilegu veitingarými á Holtinu í desember.
Allar frekari upplýsingar má nálgast í síma Hótel Holt 5525700 eða senda tölvupóst til [email protected] og [email protected]
Einnig á Dineout.is hér.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Frétt4 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Pistlar3 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s