Markaðurinn
Einn allra fremsti matarljósmyndari landsins stendur fyrir ljósmyndanámskeiði fyrir fagfólk í matvæla og veitingagreinum
Námskeið ætlað þeim sem hafa áhuga á að bæta færni sína í ljósmyndun á iPhone síma eða einfalda myndavél. Áhersla á mikilvægi þess að taka vandaðar myndir fyrir markaðsefni eða bara Instagram síðuna.
Ljósmyndanámskeið fyrir fagfólk í matvæla og veitingagreinum. Lærðu að taka flottar myndir á iPhone símann eða einfalda myndavél. Námskeið ætlað þeim sem hafa áhuga á að bæta færni sína í ljósmyndun á iPhone síma eða einfalda myndavél. Áhersla á mikilvægi þess að taka vandaðar myndir fyrir markaðsefni eða bara Instagram síðuna.
Námskeiðið er kennt tvo seinniparta, 5 klst. hvorn dag.
Dagur 1:
Kynning á almennri ljósmyndun og hversu mikilvægt er að taka hágæða myndir, hvort heldur fyrir lambahrygg í kjötborði, nýbakað súrdeigsbrauð, rauðvínsflösku eða vel uppsettan forrétt. Á námskeiðinu verður rætt um notkun myndefnis til að laða að viðskiptavini og kynntir möguleikar og takmarkanir iPhone síma og einfaldari myndavéla. Fjallað verður um:-grundvallarreglur myndbyggingar-ljósatækni, mikilvægi náttúrulegs ljóss og hvernig eigi að nýta það-gervilýsingu fyrir aðstæður innandyra og í lítilli birtu-stillingar myndavéla og eiginleika-fókus, lýsingu og hvítjöfnun.
Nemendur fá verklegar æfingar til að æfa sig í að vinna með þessa þætti, sýna og segja frá ásamt því að vinna með mismunandi ljósauppsetningar. Í verklegri lotu kanna nemendur einnig og breyta stillingum á tækjum sínum. Heimavinna felst í að æfa sig í að taka matarmyndir út frá áherslum námskeiðsins og senda bestu myndirnar inn til skoðunar fyrir næstu lotu.
Dagur 2:
Upprifjun og byggt á grunnþekkingu frá fyrri degi þar sem kynntar eru þróaðri leiðir í matarljósmyndun með iPhone eða einfaldri myndavél.Fjallað verður um:-stíl og mikilvægi hans-val á leikmunum og bakgrunni-grunn atriði stafrænnar klippingar-grunn myndvinnslutækni, litaleiðréttingu og endurbætur-samfélagsmiðla og árangursríka markaðssetningu með myndefni. Þá verður kynning á myndvinnsluforritum fyrir farsíma og rætt um uppbyggingu vörumerkja með samræmdu myndefni.
Í verklegri lotu stíla nemendur og mynda rétt. Farið verður yfir heimaverkefnin og þátttakendum skipt í hópa til að veita hvort öðru endurgjöf og tillögur til úrbóta.
Leiðbeinandi á þessu námskeiði er Karl Petterson. Karl er einn allra færasti matar ljósmyndari hér á landi og hefur myndað fyrir fjölmargar matreiðslubækur sem komið hafa út undanfarin ár. Karl sýnir margar af sýnum bestu myndum á heimsíðu sinni karlpetersson.com
HVAR OG HVENÆR
DAGSETNING | KENNT | FRÁ | TIL | STAÐSETNING |
---|---|---|---|---|
15.05.2024 | mið. | 13:00 | 18:00 | Hús Fagfélaganna, Stórhöfða 31 |
22.05.2024 | mið. | 13:00 | 18:00 | Hús Fagfélaganna, Stórhöfða 31 |
Hefst 15. maí kl: 13:00
- Lengd: 10 klukkustundir
- Kennari: Karl Petersson, einn allra fremsti matarljósmyndari landsins
- Staðsetning: Hús Fagfélaganna, Stórhöfða 31
- Fullt verð: 42.000 kr.-
- Verð til aðila IÐUNNAR: 12.500 kr.-

-
Keppni5 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Keppni2 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025