Freisting
Einföldun starfsleyfa í veitingarekstri afnám trygginga o.fl.
Samið hefur verið nýtt frumvarp að lögum um veitinga- og gististaði og liggur það nú frammi til umsagnar. Um er að ræða mikla breytingu þar sem veitingaleyfi og áfengisleyfi og skemmtanaleyfi renna saman í eitt rekstrarleyfi. SAF hafa lengi barist fyrir einföldun starfsleyfa í veitingarekstri, einfaldara ferli, afnámi skemmtanaleyfa og afnámi trygginga vínveitingastaða og er því fagnaðarefni að nú skuli vera búið að semja frumvarp sem byggir að mestu leyti á hugmyndum samtakanna.
Frumvarpið er nú til umsagnar og skoðunar og verður fljótlega lagt fram á Alþingi en gert er ráð fyrir að ný lög taki gildi.
Helstu breytingar eru eftirtaldar:
Lagt er til að yfirstjórn mála er varða veitinga og gististaði flytjist til dómsmálaráðuneytisins.
Lagt er til að lögin taki til sölu gistinga og hvers kyns matvæla, hvort sem eru í föstu eða fljótandi formi, áfeng eða óáfeng.
Tillaga er gerð um að skilgreiningar veitinga- og gististaða verði einfaldaðar í lögunum og gert ráð fyrir reglugerðarheimild til nánari útfærslu.
Lagt er til að veitinga- og gistileyfi, áfengisveitingaleyfi og skemmtanaleyfi verði sameinuð í eitt leyfi og kallað rekstrarleyfi.
Lagt er til að leyfisveitingar verði fluttar til lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu og sýslumanna á landsbyggðinni. Þar með flyst veiting áfengisveitingaleyfa frá sveitarstjórnum.
Í tillögunum er áfram gert ráð fyrir starfsleyfi heilbrigðisnefnda og er það skilyrði rekstrarleyfis en hins vegar er lagt til að hægt verði að sækja um slíkt leyfi samhliða umsókn um rekstrarleyfi og sér leyfisveitandi þá um að framsenda umsókn.
Lagt er til að tryggingar sem handhafar áfengisveitingaleyfis þurfa nú að leggja fram verði afnumdar.
Lagt er til að skilyrði fyrir leyfi verði eitthvað hert, svo sem eins og skuldleysi við skattinn og tilkynning rekstrar til skattyfirvalda og er það m.a. mótvægi við afnámi tryggingaskyldu vegna áfengisleyfa.
Tillaga er um að umsóknarferlið verði einfaldað og möguleiki á rafrænu ferli. Einnig er lagt til að gagnaöflun takmarkist við umsækjanda og forsvarsmann lögaðila.
Lagt er til að gildistími rekstrarleyfis verði 4 ár og þar með verði ekki lengur um að ræða mismunandi gildistíma mismunandi leyfa.
Lagðar eru til skýrar reglur er varða breytingar á leyfi og/eða leyfishafa og einnig um brottfall, innlögn, afturköllun og sviptingu rekstrarleyfis greint á milli tilvika. Jafnframt um synjun leyfis.
Tillaga er gerð um að endurnýjunarferlið verði einfaldað fyrir þá sem eru með allt í lagi þarf t.d. ekki að leita umsagna á ný.
Lagt er til að viðurlög vegna brota verði gerð skýrari og lögreglu fengin heimild til að loka stöðum sem ekki hafa leyfi eða starfsemi er ekki í samræmi við leyfi. Viðurlög vegna brota gegn áfengislögum, um meðferð og neyslu áfengis verði áfram refsivert með sama hætti og nú.
Lagðar eru til reglugerðarheimildir til nánari útfærslu á lögunum svo sem um umsóknarferli, hvað skal veita umsögn um og skilyrði sem setja má fyrir rekstrarleyfi
Greint frá á heimasíðu Samtaka ferðaþjónustunnar (saf.is)
-
Frétt1 dagur síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt4 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi