Sverrir Halldórsson
Einar Geirsson reiddi fram ljúffenga og fjölbreytta rétti fyrir THW Kiel
IceFresh Seafood bauð leikmönnum handboltaliðsins THW Kiel í sjávarréttaveislu að íslenskum hætti s.l. mánudagskvöld. Einar Geirsson yfirmatreiðslumaður á veitingastaðnum RUB23 reiddi fram ljúffenga og fjölbreytta rétti fyrir leikmennina og þjálfarann Alfreð Gíslason.
Veisluna bar á góma í útsendingu Eurosport síðastliðinn miðvikudag þegar THW Kiel og FC Porto áttust við í meistaradeildinni. Alfreð Gíslason var um tíma ósáttur við spilamennsku leikmanna sinna, tók leikhlé og las yfir þeim. Við það tækifæri gantaðist íþróttafréttamaður Eurosport með að líklega fengju leikmennirnir enga sjávarréttaveislu með þessu áframhaldi. Sú varð að sjálfsögðu ekki raunin enda sigraði THW Kiel leikinn örugglega 30:25, að því er fram kemur á samherji.is.
Myndir: samherji.is / Sascha Klahn.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni3 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Nemendur & nemakeppni16 klukkustundir síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast