Sverrir Halldórsson
Einar Geirsson reiddi fram ljúffenga og fjölbreytta rétti fyrir THW Kiel
IceFresh Seafood bauð leikmönnum handboltaliðsins THW Kiel í sjávarréttaveislu að íslenskum hætti s.l. mánudagskvöld. Einar Geirsson yfirmatreiðslumaður á veitingastaðnum RUB23 reiddi fram ljúffenga og fjölbreytta rétti fyrir leikmennina og þjálfarann Alfreð Gíslason.
Veisluna bar á góma í útsendingu Eurosport síðastliðinn miðvikudag þegar THW Kiel og FC Porto áttust við í meistaradeildinni. Alfreð Gíslason var um tíma ósáttur við spilamennsku leikmanna sinna, tók leikhlé og las yfir þeim. Við það tækifæri gantaðist íþróttafréttamaður Eurosport með að líklega fengju leikmennirnir enga sjávarréttaveislu með þessu áframhaldi. Sú varð að sjálfsögðu ekki raunin enda sigraði THW Kiel leikinn örugglega 30:25, að því er fram kemur á samherji.is.
Myndir: samherji.is / Sascha Klahn.
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Veitingastaðnum Nebraska lokað
-
Keppni5 dagar síðan
Klúbbur matreiðslumeistara kynnir nýtt Kokkalandslið
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Umsókn um nám í framreiðslu, kjötiðn, matartækni og matreiðslu á vorönn 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hátíðarstemmning hjá Innnes á Stóreldhúsinu – Myndaveisla
-
Keppni1 dagur síðan
Hilma hreppti titilinn Konditor ársins 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Myndir frá Miyakodori viðburðinum – Sigurður Laufdal: þeir fóru til baka ástfangnir af Íslandi….
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Dóra Svavars endurkjörinn formaður Slow Food – Dóra: Slow Food samtökin sinna hagsmunagæslu allrar matvælakeðjunnar….