Vín, drykkir og keppni
Eiga ostar og rauðvín ekki samleið?
Í þekktu lagi er sungið um það sem á vel saman: nefið og kvef, hanski og hönd, hafið og strönd. Rauðvín og ostar hafa hingað til þótt passa sérlega vel saman og í raun þykir þessi blanda oftar en ekki bara alveg sjalfsögð. En nú kveður við nýjan tón. Samkvæmt nýjustu rannsóknum eiga þessar tvær landbúnaðarafurðir alls ekki vel samnan.
Niðurstöður tilrauna, sem gerðar voru við Davis háskólann í Kaliforníu, sýna fram á að ostur gerir bragð rauðvína frekar óspennanndi, ásamt því að bragð þess breytist eða hreinlega verður að engu.
Dr. Hildegard Heyman, sem fór fyrir rannsókninni, komst að því, að eftir að hafa borðað ost gátu vínsmakkarar ekki fundið mun á dýrum vínum og ódýru sulli.
Við tilraunina voru notaðir átta mismunandi ostar, missterkir, frá Stilton til Emmental. Átta manna hópur smakkara var fenginn til að greina bragð af vínum gerðum úr Syrah, Cabernet Sauvignon og Pinot Noir, bæði fyrir og eftir að hafa borðað ostana.
Nærri allir ostarnir höfðu slæm áhrif á útkomuna. Eyðilögðu bragð vínsins á þann hátt að nær ómögulegt var að greina berjakeim, eik og súrleika vínsins. Smakkararnir áttu þar að auki í erfiðleikum með að aðgreina vínin hvort frá öðru.
Þeir komust einnig að því, að því sterkara sem osturinn er þeim meira skemmir það fyrir víninu.
Tilgáta Dr. Heyman er sú að fitan í ostinum hjúpi munninn, sem svo hefur áhrif á hæfileika vínsmakkara.
Þess ber að geta að tilraunin var eingöngu framkvæmd með rauðvínum, en ekki hvítum,- eða sætvínum.
Þrátt fyrir hefðina, að bera rauðvín fram með ostum, kemur niðurstaðan þeim ekki á óvart sem starfa í vín og matargeiranum. En það sem er kannski forvitnilegra, er það að það hafi þurft vísindamann til að komast að þessari niðurstöðu. Hún liggur nánast í augum uppi. Ég held að flestir geta verið sammála því að ostur skemmir bragð vínsins en samt lætur maður sig hafa það og bera þetta á borð. Hefðin er sterk.
Nú er bara að gera tilraun. Skjótast út í búð kaupa tvo til þrjá osta, safna nokkrum góðum vinum saman og opna þrjár til fjórar mismunandi rauðvín. Vera með vín gerð úr Cabernet Sauvignon, Syrah og Pinot Noir. En líka væri gaman að finna hvort ítalska þrúgan Sangiovese eða sú spænska Tempranillo beri ostana eitthvað öðruvisi, eða betur.
Höfundur: Heiðar Birnir Kristjánsson
Heimildir: UC Davis og Decanter.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt4 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður