Uppskriftir
Eggjapúns | Eggnog
Eggjapúns a´la Eggnog var alltaf drukkið hjá minni fjölskyldu á Þorláksmessu meðan jólatréð var skreytt. Ég geri uppskriftina alltaf áfengislausa og svo bætir hver og einn romm / brandí / koníak / Viskí út í sitt.
Fyrir 12 bolla.
Hráefni:
6 stór egg
3/4 bolli sykur
2 tsk vanilludropar
2 bollar nýmjólk
3 bollar rjómi
Múskat
Aðferð
Skiljið eggin og þeytið eggjarauðurnar mjög vel og bætið sykrinum rólega saman við. Hrærið mjólkina og 2 bollum af rjómanum og vanilludropum saman við. Kælið.
Þeytið hvíturnar alveg stífar. Þeytið 1 bolla af rjóma stífan. Blandið öllu svo varlega saman og stráið smá múskat yfir.
Höfundur er Hrefna Þórisdóttir framreiðslumaður.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Markaðurinn8 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Keppni1 dagur síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý






