Uppskriftir
Eggjapúns | Eggnog
Eggjapúns a´la Eggnog var alltaf drukkið hjá minni fjölskyldu á Þorláksmessu meðan jólatréð var skreytt. Ég geri uppskriftina alltaf áfengislausa og svo bætir hver og einn romm / brandí / koníak / Viskí út í sitt.
Fyrir 12 bolla.
Hráefni:
6 stór egg
3/4 bolli sykur
2 tsk vanilludropar
2 bollar nýmjólk
3 bollar rjómi
Múskat
Aðferð
Skiljið eggin og þeytið eggjarauðurnar mjög vel og bætið sykrinum rólega saman við. Hrærið mjólkina og 2 bollum af rjómanum og vanilludropum saman við. Kælið.
Þeytið hvíturnar alveg stífar. Þeytið 1 bolla af rjóma stífan. Blandið öllu svo varlega saman og stráið smá múskat yfir.
Höfundur er Hrefna Þórisdóttir framreiðslumaður.
Mynd: úr safni

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni4 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni4 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Þjónar og barþjónar óskast – spennandi tækifæri