Freisting
Eggert Þór Ólason hættur á Café Oliver
Eggert Þór Ólason hefur sagt starfi sínu lausu á hinum vinsæla veitinga- og skemmtistað Café Oliver, en Eggert hefur verið yfirmatreiðslumaður á Café Oliver alveg frá því að staðurinn opnaði eða n.t. fimmtudaginn 26 maí 2005.
Á hvaða stöðum hefurðu unnið á?
Ég fór strax eftir útskrift að starfa í London á 5 stjörnu frönskum stað sem heitir Coq d’ argent og er hann í Conran keðjunni ásamt stöðum eins og Quacolinos , Mezzo, bloubird , Orrery svo einhverjir séu nefndir. Eftir að ég kom heim aftur starfaði ég á Hótel Holti og var þar í 1 ár. Að einu ári liðnu fór ég að vinna í Austurisku ölpunum á hóteli sem heitir Arlberg Hozpis og er i St Christhopog er i sömu keðju og Hótel Holt var i (Realis chataux) Svo kom ég heim eftir góðan vetur af snjóbretta iðkunn og eldamennsku og hóf störf á Holtinu að nýju og hef verið þar undanfarið ár eða þar til að ég hóf störf á Café Oliver.
Hvers vegna að hætta á Café Oliver
Ég er búinn að vera þarna í rúmt hálft ár og fannst það bara orðið fínt.
Ertu búinn að finna þér starf?
Nei, enda ætla ég að taka því rólega yfir áramótin og ætla að skoða atvinnumöguleika eftir það í rólegheitum.
Hver tekur við af þér?
Það er hann Atli Ottesen, en hann hefur verið að vinna með mér síðan í sumar.
Í síðustu viku keypti Café Oliver skemmtistaðinn 22 á Laugarveginum, en ekki er vitað hvað kaupverðið var.
Þess ber að geta að Níels eða „Nilli á Sögu“ eins og hann er oft kallaður hefur keypti hlut hans Hauks Víðisson, einn af eigendum Café Oliver.
Heimasíða Café Oliver: www.cafeoliver.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt4 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Markaðurinn15 klukkustundir síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla