Keppni
Eftirréttakeppni Arctic Challenge 2023 og fyrirlestur um keppnismatreiðslu
Föstudaginn 27. október í Verkmenntaskólanum á Akureyri (VMA) mun Snædís Xyza halda fyrirlestur um keppnismatreiðslu í matvæladeild VMA.
Farið verður yfir hvað dómarar horfa mest í varðandi stigasöfnun, hvað ber að varast ásamt öðrum skemmtilegum fróðleik þegar kemur að keppnismatreiðslu.
Snædís starfar sem yfirmatreiðslumaður á Ion hótelinu á Þingvöllum ásamt því að vera fyrirliði íslenska Kokkalandsliðsins en hún hefur verið meðlimur landsliðsins til fjölda ára. Snædís hefur unnið til fjölda verðlauna bæði með Kokkalandsliðinu og í einstaklingskeppnum.
Laugardaginn 28. október verður haldin árlega eftirréttakeppni Arctic Challenge í Matvæladeild VMA. Keppandi má koma með allt tilbúið og hefur 30 mínútur til að skila af sér 4 eftirréttum.
Rétturinn verður að innihalda eftirfarandi:
- Hvítt súkkulaði
- Hindber
- Skyr
Þema er Íslenska sveitin.
Allt annað er alfarið í höndum keppanda.
Skráning fer fram með emaili á arni@arcticchallenge.is, öllum er leyft að taka þátt og þar þarf að koma fram eftirfarandi upplýsingar:
Nafn:
Vinnustaður:
Keppnisgjald er 3000 krónur.

-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Frétt16 klukkustundir síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni4 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun