Keppni
Eftirréttakeppni Arctic Challenge 2023 og fyrirlestur um keppnismatreiðslu
Föstudaginn 27. október í Verkmenntaskólanum á Akureyri (VMA) mun Snædís Xyza halda fyrirlestur um keppnismatreiðslu í matvæladeild VMA.
Farið verður yfir hvað dómarar horfa mest í varðandi stigasöfnun, hvað ber að varast ásamt öðrum skemmtilegum fróðleik þegar kemur að keppnismatreiðslu.
Snædís starfar sem yfirmatreiðslumaður á Ion hótelinu á Þingvöllum ásamt því að vera fyrirliði íslenska Kokkalandsliðsins en hún hefur verið meðlimur landsliðsins til fjölda ára. Snædís hefur unnið til fjölda verðlauna bæði með Kokkalandsliðinu og í einstaklingskeppnum.
Laugardaginn 28. október verður haldin árlega eftirréttakeppni Arctic Challenge í Matvæladeild VMA. Keppandi má koma með allt tilbúið og hefur 30 mínútur til að skila af sér 4 eftirréttum.
Rétturinn verður að innihalda eftirfarandi:
- Hvítt súkkulaði
- Hindber
- Skyr
Þema er Íslenska sveitin.
Allt annað er alfarið í höndum keppanda.
Skráning fer fram með emaili á [email protected], öllum er leyft að taka þátt og þar þarf að koma fram eftirfarandi upplýsingar:
Nafn:
Vinnustaður:
Keppnisgjald er 3000 krónur.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt2 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Frétt4 dagar síðan
Tafir á heilbrigðiseftirliti veitingastaða í New York valda áhyggjum
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Panera Bread lokar tveimur bakaríum í Kaliforníu og segir upp 350 starfsmönnum