Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Dunkin´ Donuts – Veitingaýni – Brioche Kjúklingasamloka

Birting:

þann

Brioche Kjúklingasamloka - Dunkin´ Donuts - Veitingaýni

Dunkin´ Donuts á Fitjum í Reykjanesbæ býður upp Brioche Kjúklingasamloku. Volgur eða nær kaldur kjúklingur, þannig að osturinn náði ekki að bráðna, stökkt salat sem var mjög gott, en yfir heildina sveitt en bragðgóð samloka.

Brioche Kjúklingasamloka - Dunkin´ Donuts - Veitingaýni

Kaffið sem var venjulegt tók óralangan tíma að fá og var að endingu ekki gott, tveir sopar og í ruslið fór það. Mig grunar að eitthvað hafi farið úrskeiðis í takkakaffinu.

Frá því Dunkin´ Donuts og Ginger staðirnir voru opnaðir inni í 10-11 verslun á Fitjum í Reykjanesbæ í ágúst s.l. hefur verið mikið að gera á báðum stöðunum. Þetta voru fyrstu Dunkin- og Gingerstaðirnir sem voru starfræktir fyrir utan höfuðborgarsvæðið en í oktbóber s.l. opnuðu sömu staðir inni í verslun 10-11 í komusal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið