Viðtöl, örfréttir & frumraun
Drakk bjóra og óáfenga drykki á 56 börum á sólarhring og sló heimsmet
Gareth Murphy, frá bænum Caernarfon á Norður-Wales hefur slegið metið að heimsækja sem flestar krár á 24 klukkustundum.
Hinn 29 ára gamli Gareth Murphy drakk á 56 mismunandi krám í miðborg Cardiff og sló þar með fyrra met í kráarferð, 51 sem Englendingurinn Matt Ellis setti árið 2021.
Samkvæmt reglum hjá Heimsmetabók Guinness, þá þarf kráin að vera með leyfi til að selja áfenga drykki á staðnum, þó að áskoranda sé ekki skylt að neyta áfengis.
Auk myndbandssönnunargagna, þá þarf starfsmaður á hverri krá að undirrita dagbók til að staðfesta að drykkur hafi verið keyptur og neytt.
Yfir daginn neytti Gareth:
4.915 ml af appelsínusafa
2.845 ml af eplasafa
1.023 ml af bjór
500 ml af límonaði
284 ml af Diet Pepsi
250 ml af Tango
189 ml af sólberjasafa
125 ml af Coca-Cola
125 ml af Guinness bjór
125 ml af trönuberjasafa
Gareth hafði reynt að ná heimsmetatitli í Guinness í nokkur ár áður en hann reyndi þessa tilteknu áskorun.
„Ég vissi að besti staðurinn til að gera þetta, væri í miðbæ Cardiff,“
sagði Gareth í tilkynningu frá Heimsmetabók Guinness.
Miðbær Cardiff er með mesta þéttleika af krám, börum og klúbba í öllu Bretlandi, með yfir 300 húsnæði með leyfi á 0,5 ferkílómetra svæði.
Gareth byrjaði á því að leggja drög að leiðinni sem hann myndi fara, en hann neyddist til þess að breyta planinu vegna þess að á sumum krám var óvænt lokað eða opnað seinna.
„Þetta var langur og strangur dagur og það erfiðasta sem ég hef gert á ævinni,“
sagði Gareth.
„Það erfiðasta var að vera svona uppblásinn eftir alla drykkina, en þetta gerði alla vinnuna og undirbúninginn þess virði. Það er frábært að ná einhverju svona.“
sagði Gareth að lokum.
Myndir: guinnessworldrecords.com
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin