Vertu memm

Food & fun

Douglas Rodriguez – Sushi Samba – Veitingarýni – F&F

Birting:

þann

Douglas Rodriguez - Sushi Samba - Food & Fun 2015

Sushi Samba tekur þátt í Food & Fun og fékk til sín gestakokkinn og matreiðslustjörnuna Douglas Rodriguez.

Douglas Rodriguez er heimsþekktur sem guðfaðir ný “Latino” matargerðar og hefur skapandi matargerð hans breytt ímynd hennar í Bandaríkjunum. Douglas hefur tekið Bandaríkin með stormi og opnað verðlaunuð veitingahús í fjölda heimsborga, heimabæ hans Miami, Philadelphia, Arizona og sá nýjasti í Astor Hótelinu á Miami Beach.

Hann hefur unnið hin virtu James Beard Award í US auka annarra virtra verðlauna í kokkaheiminum. Einnig hefur hann skrifað fjöldan allan af matreiðslubókum um Suður-Ameríska matargerð.

 

Í boði var glæsilegur 7 rétta matseðill sem var eftirfarandi:

Douglas Rodriguez - Sushi Samba - Food & Fun 2015

Þorsk brandade

Douglas Rodriguez - Sushi Samba - Food & Fun 2015

Grillað súrdeigsbrauð með chimichurri | Þorsk brandade með reyktri tómatsultu og hleyptu egg

Léttur og bragðgóður réttur og góð byrjun á kvöldinu. Súrdeigsbrauðið er gert í samstarfi við Apótek restaurant.

Douglas Rodriguez - Sushi Samba - Food & Fun 2015

Grjótakrabbamaki með trufflu ponzu, koríander og avókadó

Sérstaða Sushi Samba er sushið og stóð það fyrir sínu. Ferskleikinn skein í gegn í þessum rétti og setti guacamole punktinn yfir i-ið .

Douglas Rodriguez - Sushi Samba - Food & Fun 2015

Ceviche þrenna
Bleikja með tangarínu og yuzu, rauðspretta með aji amarillo og leturhumar með jalapeno og avókadó

Ískalt og ferskt eins og ceviche á að vera. Hneturnar voru góðar til að hreinsa bragð á milli réttana. Bleikjan best.

Douglas Rodriguez - Sushi Samba - Food & Fun 2015

Foie gras og fíkju empanada með andarskinku og sítrónu vinaigrette

Fínn réttur. Empanada deigið er gert úr maís.

Douglas Rodriguez - Sushi Samba - Food & Fun 2015

Steiktur túnfiskur á sykurreyr með moros og sofrito salsa

Skemmtileg samsetning á hráefni þarna. Flott eldun á túnfiskinum og sofrito salsa passaði mjög vel með.

Douglas Rodriguez - Sushi Samba - Food & Fun 2015

Uxahala krókettur með beinmerg og nauta rib-eye

Eldunin á nautinu alveg uppá 10, mergurinn bragðgóður og krókettan var crispy að utan og djúsý að innan.

Douglas Rodriguez - Sushi Samba - Food & Fun 2015

Guava og pistasíu pastel með salvíu sykurpúða og pistasíu ís

Mjóg góður eftirréttur til að enda þetta frábæra kvöld

 

Var þetta mjög góður matur og þjónustan alveg til fyrirmyndar.

Við þökkum kærlega vel fyrir okkur.

 

/Kristinn

twitter og instagram icon

 

Kristinn Jakobsson lærði fræðin sín á Bautanum og útskrifaðist árið 2005 og 2008 sem matreiðslumeistari. Kristinn hefur starfað á Bautanum, Strikinu, Gamla Bauk á Húsavík, Lostæti svo fátt eitt sé nefnt. Hægt er að hafa samband við Kristinn á netfangið: [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið