Food & fun
Douglas Rodriguez – Sushi Samba – Veitingarýni – F&F
Sushi Samba tekur þátt í Food & Fun og fékk til sín gestakokkinn og matreiðslustjörnuna Douglas Rodriguez.
Douglas Rodriguez er heimsþekktur sem guðfaðir ný “Latino” matargerðar og hefur skapandi matargerð hans breytt ímynd hennar í Bandaríkjunum. Douglas hefur tekið Bandaríkin með stormi og opnað verðlaunuð veitingahús í fjölda heimsborga, heimabæ hans Miami, Philadelphia, Arizona og sá nýjasti í Astor Hótelinu á Miami Beach.
Hann hefur unnið hin virtu James Beard Award í US auka annarra virtra verðlauna í kokkaheiminum. Einnig hefur hann skrifað fjöldan allan af matreiðslubókum um Suður-Ameríska matargerð.
Í boði var glæsilegur 7 rétta matseðill sem var eftirfarandi:
Léttur og bragðgóður réttur og góð byrjun á kvöldinu. Súrdeigsbrauðið er gert í samstarfi við Apótek restaurant.
Sérstaða Sushi Samba er sushið og stóð það fyrir sínu. Ferskleikinn skein í gegn í þessum rétti og setti guacamole punktinn yfir i-ið .
Ískalt og ferskt eins og ceviche á að vera. Hneturnar voru góðar til að hreinsa bragð á milli réttana. Bleikjan best.
Fínn réttur. Empanada deigið er gert úr maís.
Skemmtileg samsetning á hráefni þarna. Flott eldun á túnfiskinum og sofrito salsa passaði mjög vel með.
Eldunin á nautinu alveg uppá 10, mergurinn bragðgóður og krókettan var crispy að utan og djúsý að innan.
Mjóg góður eftirréttur til að enda þetta frábæra kvöld
Var þetta mjög góður matur og þjónustan alveg til fyrirmyndar.
Við þökkum kærlega vel fyrir okkur.
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir