Viðtöl, örfréttir & frumraun
Dóra Svavars endurkjörinn formaður Slow Food – Dóra: Slow Food samtökin sinna hagsmunagæslu allrar matvælakeðjunnar….
Aðalfundur Slow Food Reykjavík fór fram mánudagskvöldið 4. nóvember s.l. og fór fundurinn fram á zoom og Eygló Björk Ólafsdóttir í Vallanesi var fundarstjóri. Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari var endurkjörinn formaður, nýr inn í stjórn kom Árni Þórður Randversson.
Ný stjórn samtakanna kjörin en hana skipa þau:
Dóra Svavarsdóttir formaður
Þórhildur M. Jónsdóttir (fulltrúi Íslands í stjórn Slow Food i Norden)
Árni Þórður Randversson
Guðmundur Guðmundsson
Svava Hrönn Guðmundsdóttir
Ægir Friðriksson, varamaður
Sif Matthíasdóttir, varamaður
Fjölga meðlimum í stjórn
Mikil hugur var í félögum í Slow Food að fjölga í stjórn úr 5 í 7:
„Öll vinna samtakanna er sjálfboðavinna og við reynum að láta allt sem við kemur mat okkur varða, því er í mörg horn að líta og mikilvægt að það séu nokkur pör af höndum og góðir hausar sem deili þeim á milli sín.
Vinna fyrir félagið er líka skemmtileg, fræðandi og gríðarlega tengslamyndandi, en ef hún leggst á of fáa er hætt við að þreyta geri vart við sig.“
Sagði Dóra í samtali við veitingageirinn.is aðspurð um fjölgunina í stjórninni.
Farið yfir tvö síðustu starfsár í máli og myndum
Á aðalfundinum var farið yfir tvö síðustu starfsár í máli og myndum (sjá myndir hér að neðan), virknina og sýnileika samtakanna á sem flestum stöðum. Mikilvægi samvinnu við önnur félagasamtök, skólasamfélagið í gegnum t.d. MK, HR, HÍ og Húsó, ásamt Grasagarði Reykjavíkur, hefur gert Slow Food kleift að halda fjöldann allan af viðburðum.
Margt framundan hjá Slow Food
Það er margt framundan hjá Slow Food hér á Íslandi, á föstudaginn 8. nóvember næstkomandi verður diskósúpuviðburður í samvinnu við MK, HR og Umhverfisstofnun. Laugardaginn 23. nóvember verður viðburður með GAIA, nemendafélaginu í Umhverfis og auðlindafræði, þar sem búin er til kvöldverður úr hráefni sem átti að henda. Svo verða samtökin í Hörpu á Matarmarkaði Íslands í desember.
„Vinna er í fullum gangi við umsókn á Skreiðar og harðfisk verkun á lista UNESCO um óáþreifanlegan menningararf mannkyns ásamt Noregi, Ítalíu og Nígeríu.“
Sagði Dóra og bætir við að undirbúningur fyrir Terra Madre Nordic sem verður í Norður Noregi í október 2025 er komin í gang.
Sjá einnig: Varðveita harðfisks og skreiðar menningu
Stefnt er á að halda fleiri viðburði á landsbyggðinni;
„Slow Food Reykjavík er eina starfandi Slow Food deildin á landinu og meðlimir allstaðar af landinu og því mikilvægt að auka sýnileika samtakanna víðar.
Slow Food eru líka einu samtökin sem sinna hagsmunagæslu allrar matvælakeðjunnar, frá frumframleiðenda, á diskinn og líka hvað verður um afganginn. Stjórnin heldur áfram að rýna þær reglugerðir, lög og áætlanir sem koma inn í samráðsgátt stjórnvalda með þeim gleraugum.“
Sagði Dóra að lokum.
Myndir á glærum tók Petra Marita.
Meðfylgjandi mynd af Dóru tók Petra Marita á hátíðinni á Matseðli náttúrunnar í Norræna húsinu í júní í sumar.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit