Freisting
Dominique í Lyon
Þessi fyrsti pístill er skrifaður frá hótelherberginu í Lyon, þar sem 100 manna hópurinn er loks búinn að innrita sig (ég var síðust!).
Við lentum á réttum tíma í 10°° og þurftu menn að kvarta undan því – allt of heitt! Engar áhyggjur, veðurfræðingar hér spá kólnandi og jafnvel snjókomu um miðja viku – en hlýindi heima, hvað verður þá sagt??!
Flugið var yndislegt. Þetta er vel í fyrsta skipti sem manni er boðið tvo matarbakka í þessu 4 klst flugi ! Stjórn klúbbs matreiðslumeistaranna stóð sig vel og tók sig út líka vel, maturinn var úr sama hráefni og er þema í ár á Bocuse d’Or, lúðu og kjúklingi. Namm. Flugfreyjurnar (tékkneskar) gerðu tilraun til að bjóða eigin matarbakka, sem án efa var í góðu lagi – en fengu mjög litlar (ef einvherjar) undirtektir.
Við fengum einnig afhentan veglegan bakpoka merkta klúbbnum og í pokanum voru ýmsir nauðsynjar fyrir dagana framundan: sönghefti, víkingahúfa, íslenskur fáni, eyrnatappa og fl. Sumir fóru beint á sýninguna þar sem finnst allt (já allt) sem varðar hótel- og veitingahúsarekstur, hinir fóru á hótelið, sem er 4**** gamaldags og sjarmerandi hótel í hjarta borgarinnar – svo er það handbolti, fótbolti eða einfalt rölt um Lyon.
Ég spjalla betur um sýninguna SIRHA næst, því það er ekki eingöngu Bocuse d’Or sem mun vera haldin á þriðjudag og miðvikudag – hér er líka keppt í eftirréttagerð (heimsmeistaramót), brauðgerð (sama hér) og margt annað. Upphitun fyrir stóru keppnina?
Aðsendur pistill frá Dominique, Lyon. (skrifaður 21 janúar 2007)
www.vinskolinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt4 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun2 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 klukkustundir síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu