Vertu memm

Freisting

Dominique eyddi gærkveldinu hjá Philippe Girardon

Birting:

þann

Domaine De ClairefontaineÞað ættu margir að þekkja Dominique frá Vínskólanum, en hún er einmitt stödd í Lyon til að styðja við bakið á Friðgeiri okkar. Dominique segir hér frá gærdeginum 22 janúar, sem lauk með skemmtilegum kvöldverði hjá Philippe Girardon.

Nú rignir í Lyon og á eftir að snjóa og ekki batnar umferðina við það. Leiðin á sýninguna er ekki ýkja löng og ætti ekki að taka nema 20-25 mín.

En bilstjórinn gat lesið blaðið sitt, sungið og spjallað við sjálfan sig á þessum 1 1/2 klst. sem ferðin tók. Sýningin er gríðalega stór og greinilega margir skólar og margir fagmenn (matvælabúðir eru margar lokaðar á mánudögum) á svæðinu.

Keppnir eru byrjaðar og það verður að segja að þeim fylgir fjör og spenna, og umgjörðin er sérstaklega flott, míkil reynsla hér í þágu fagmanna. Ostakeppninni lauk í gær og franskur ostasérfræðingur vann hana, fast á eftir var sá belgíski og sá ítalski varð þriðji. Þegar kemur að velja, skera, framreiða osta með AOC upprunavottorð, verða sjálfsagt löndin sem framleiða mest af þeim fremst í röðinni.

Fyrsta heimskeppni bakarameistara var einnig haldin og þar fengum við að sjá listaverk, úr tveimum baguette og fleiri brauð sem skylda var að nota. Danirnir náðu að mynda litlu hafmeyjuna og sjóinn á afar myndrænan hátt, en Ítalir unnu þar, Svíss var í annað sæti og Frakkland í því þriðja.

Í dag var svo önnur umferð í Kökumeistarakeppni, sem er ótrúlegt listrænt sjónarspil og að öllu leyti glæsileg keppni. Þar kepptu nokkur lönd frá Asíu því undankeppni var haldin í Singapore, og það má segja að Suður Korea átti salinn – trommur og hljóðfæri sem er forsmekkur fyrir okkur af því sem koma skal á morgun og miðvikudaginn. Ástralía var þar í fyrsta skipti en það fór hljótt um aðhangandahóp þeirra: þegar kynnirinn bað þá um að koma fram, var ein kona sem lyfti höndina – og mér sýnist hún frekar vera að veifa  þýska kökumeistarann sem var á sínum bás beint á móti!!

En hvað sem verður, var þetta hrein unun og konfekt fyrir augað og trúlega gómsætt fyrir dómarana líka. Úrslit eru enn ókunn þar sem þau birtust eftir að sýningunni lauk. En Koreumenn lögðu mikið í spilin og hvernig sem endar hafa komið fram sem afar áhaguverðir í matar- og kökugerð. Hvenær ætla strákarnir okkar að taka þátt þar? Þeir eru fullgildir sýnist mér! Kvöldið verður með ýmsu móti hjá okkur öllum, farið á besta eða næst besta staðina í bæinn – hér mórar af Norðmönnum (okkur hefur sagt að þeir væru 2000 – hræðsluáróður?), Ítölum og Spánverjum en við gerum pláss fyrir okkur. Eins og ávallt.

Við eyddum kvöldinu hjá Philippe Girardon, fáguð máltíð, fágað jafnvægi í öllu og einstök samsetning réttanna og vínanna. Í næsta sal sat hópur Japanna og við fréttum þá að þeir höfðu unnið í kökumeistarakeppninni, Ítalar urðu í öðru sæti og Svíss í því þriðja. Við óskuðum þeim að sjálfsögðu til hamingju með frækan sigur og fengum tilbaka bestu óskir um velgengi í Bocuse d’Or.

Friðgeir kom aðeins við og uppskar innilegt klapp, nýbúinn að skoða eldhús og aðstæður í höllinni, en Hákon sat með okkur við kvöldverðaborðið, nýflogin frá Ameríku með Söru. Friðgeir var sællarólegur að sjá og heyra, en það er erfitt framundan hjá honum. Allar helstu þjóðir keppa sama dag og hann, hann verður næst síðastur líka. Það er míkið rætt um hversu hátt standardið er orðið, hækkar um eitt þrep við hverja keppni – metnaður þátttakanda gríðarlegur.

Nú er bara að skoða hvað hinir gera á morgun og segja – que le meilleur gagne (megi sá besti vinna)!. Philippe lokar veitingastaðnum á miðvikudaginn til að geta sent aukalið til að láta heyra hversu margir standa með Friðgeiri. Það var mikið klappað fyrir honum, svo fórum við út í myrkri og rigningu heim að hótelinu. Barinn þar var þá tómur!

Aðsendur pistill frá Dominique, Lyon.
www.vinskolinn.is

Heimasíða Philippe Girardon: www.domaine-de-clairefontaine.fr

 

[email protected]

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið