Sverrir Halldórsson
Dögurðurinn á Satt er fullur af hollustu
Það var einn laugardaginn sem ég mætti á veitingastaðinn Satt á Reykjavík Natura Hotel. Var maður spenntur hvernig dögurðurinn væri, þar sem maður hafði heyrt gott umtal um hann og hér kemur upplifunin í máli og myndum.
Mér var vísað til sætis og boðið að hefjast handa þegar ég vildi, sat maður aðeins og slakaði á og horfði í kringum sig og áttaði sig á aðstæðum, svo tók ég hring með myndavélina og smellti af í gríð og erg og myndaði mér skoðun í leiðinni hvernig ég myndi borða mig í gegnum þetta hlaðborð.
Fyrst var það sætkartöflumauksúpa og nýbakað brauð, súpan var þunn eins og vatn og bragðlaus en brauðið var frábært enda er bakarí á hótelinu.
Næst fékk ég mér lax og sósur og bland af köldu rótargrænmeti og smakkaðist það frábærlega gott allt saman, næst fékk ég mér grænmetisböku, gratinerað grænmeti og bakaðan ost, sló þar engin feilnóta og allt frábært.
Þá var það beikon, eggjahræra, kjúklingur, steiktar kartöflur og pönnukökur, allt mjög gott utan þess að eggjahræran líktist meira eggjahlaupi en hræru. Þá tók við smoothie og ávextir og þegar ég kom að borðinu var staup af ávaxtasafa á borðinu, sniðug hugmynd en mætti vera kaldari og frískari, smoothie´inn var góður og ávextirnir ferskir og góðir.
Að lokum fékk ég mér smakk af ábætisborðinu og smakkaðist það prýðilega.
Þetta er með þeim hollustu dögurðarborðum sem ég hef séð og er virkilega í anda þess sem að Reykjavík Natura gefur sig út fyrir að vera. Dömur, þetta er hlaðborðið fyrir ykkur og er það smart hugsun hjá þeim á Satt, því þar sem dömurnar eru er karlpeningurinn ekki langt undan.
Það er alveg þess virði að taka sér ferð út í Vatnsmýrina til að fá sér að snæða hjá þeim. Haldið áfram að gera góða hluti enn betri og þið verðið ofan á í hinni hörðu samkeppni.
Twitter og Instagram: #veitingageirinn

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí