Uppskriftir
Döðlu-orkuboltar með ávöxtum
Þessir boltabitar eru matmiklir og nógu sætir til að fá sér hollt millimál eða orku fyrir útiveru eða líkamsrækt.
- 2/3 bolli (auk 1 msk. til skrauts)
- skeljalausar pistasíuhnetur
- 4-6 stórar ferskar döðlur
- 1/3 bolli tahinimauk (sesam)
- 3 msk. hreint hlynsíróp
- ¾ tsk. sjávarsalt
- ¼ bolli (auk 2 msk. til skrauts) ósykrað kakóduft
- 1 msk. ristuð sesamfræ
Aðferð
Setjið smjörpappír á bakka. Hakkið ⅔ bolla pistasíuhnetur í matvinnsluvél þar til þær eru gróft hakkaðar. Setjið döðlur, tahinimauk, hlynsíróp, salt og ¼ bolla kakóduft saman við og vinnið þar til myndast kakómassi.
Hnoðið í tíu 30 g kúlur (hver um sig verður á stærð við borðtennisbolta) og raðið á smjörpappír. Kælið þar til þær eru orðnar stífar, eða í um 20 mínútur.
Á meðan þær kólna, myljið þá sesamfræ og restina (1 msk.) af pistasíuhnetum með mortéli eða beittum hnífi – þar til þetta er orðinn fínn mulningur. Færið yfir í litla skál. Setjið það sem eftir er af kakóduftinu (2 msk.) í aðra litla skál.
Endurrúllið kúlurnar þar til þær eru sléttar og kringlóttar. Dýfið helmingnum af hverjum bolta í pistasíu- og sesamfræblönduna, svo hinn helminginn í kakóduft (má velta upp úr bræddu súkkulaði fyrst).
Leggið aftur á bakkann og haldið köldu.
Hægt er að gera kúlurnar mánuð fram í tímann og geyma þær í lofttæmdum umbúðum í frysti.
Framreiðið með berjum og kíví.
Höfundur er Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður. Uppskrift þessi var birt í Bændablaðinu og er birt hér með góðfúslegu leyfi þeirra.

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum