Viðtöl, örfréttir & frumraun
Dímon 11: Nýr gastropub með einstaklega girnilegan matseðil – Sjáðu réttina
Á Laugavegi 11 hefur nýr og metnaðarfullur gastropub litið dagsins ljós, Dímon 11. Staðurinn sameinar afslappað andrúmsloft og nútímalega matargerð á frábæru verði. Matseðillinn er fjölbreyttur og ferskur, þar sem sérstök áhersla er lögð á smárétti, vinsæla sliders-smáborgara og aðalrétti sem passa fullkomlega með góðum bjór.
Strax við fyrstu sýn grípur matseðillinn athygli með spennandi réttum sem bæði líta vel út og höfða til breiðs hóps gesta. Hann er í ódýrari kantinum miðað við gæði, hráefni og framsetningu.
Á meðal rétta má nefna reykt lambarif með bláberja-BBQ sósu, krydduðu hrásalati og hvítlauks-crumble, vel samsettur réttur sem lætur eflaust fara vel um bragðlaukana. Þá er Lamba Carpaccio með Burrata burrata með hunangsbalsamic, sýrður fennell, karamelluð reykt gulrót, smælki chips, léttur og fágaður forréttur sem býður eflaust upp á skemmtilegt ferðalag fyrir bragðlaukana.
Eitt það eftirtektarverðasta á seðlinum eru sliderarnir, smáborgarar sem nú njóta sífellt meiri vinsælda. Á Dímon 11 eru þeir í fjölbreyttum útgáfum, með lambi, nautakjöti, kjúklingi, blómkáli eða humri. Surf n’ turf sliders með stökkum humri, beikon chutney og Dímon 11 mæjó eru sérstaklega áhugaverðir og vitna um hugmyndaflug í eldhúsinu.
Fyrir þá sem vilja láta matinn fylgja bjórnum eru barmetisréttirnir kjörin viðbót. Þar má nefna parmesan-trufflu franskar með trufflumæjó og vorlauk, bacon & chili franskar og pretzels með ostasósu. Þessir réttir eru tilvaldir til að deila yfir drykk og spjalli.
Matseðillinn er bæði fjölbreyttur og aðgengilegur, en umfram allt vel útfærður. Ljóst er að Dímon 11 leggur mikla áherslu á gæði hráefnis, áferð og framsetningu. Myndirnar af réttunum tala sínu máli: þetta er staður þar sem smekkur og smáatriði skipta máli.
Frekari upplýsingar um staðinn má nálgast í umfjöllun Veitingageirans um opnunina með því að smella hér.
Myndir: aðsendar
-
Pistlar4 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn1 dagur síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar










