Freisting
Dill restaurant skipulagði samverustund um bragð og skyn í Norræna Húsinu
Það kennir margra grasa eins og endra nær hjá Slow Food samtökunum. Hér að neðan ber að líta það sem framundan er hjá Slow Food og eins liðna atburði.
Bragðmenntun barna í Norræna Húsinu á Food and Fun
3 grunnskólabekkir komu í heimsókn í Norræna Húsið sem ásamt Dill restaurant hafði skipulagt góða samverustund um bragð og skyn. Nemendur höfðu gaman að boðinu og fóru heim margs vissari.
Aðalfundur og fræðslufundur hjá Matur-Saga-Menning félaginu
Aðalfundurinn verður haldinn kl. 16.30 25. mars og fræðslufundurinn kl 17.00 (í Reykjavíkurakademíunni Hringbraut 121, 4, hæð). Þar munu Þóra Valsdóttir frá Matís og Brynhildur Pálsdóttir kynna hugmyndir um Fiskmarkaðinn fyrir almenning við verbúðirnar við Ægisgarð. Mjög athyglisvert, og hvetjum við alla til að fara á fundinn.
Fræðslufundur Slow Food þ. 1. mars: Ólafur Dýrmundsson og líffræðilegi fjölbreytileikinn
Ólafur hélt mjög fróðlegum erindi um „biodiversity“, meðal annars í búfjárkynjum sem eru í dag á Íslandi, og vekur athygli á því að flestar þessar tegundir eru í útrýmingarhættu – svo bara sé nefndar nokkrar eins og landnámshænan, geitin, forystuféð og fleiri. Þetta er okkar arfleið og varðveitist hún ekki nema það sé nýtilegt. Margt er sameiginlegat í öllum Norðurlöndum og það stendur til að gera sameiginelgt átak þar til að skrá búfé eða nytjaplöntur sem eru í útrýmingarhættu inn á Bragðaörkina.
Bestu kveðjur
Dominique f.h. stjórnar.
Nánari umfjöllun á www.slowfood.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun8 klukkustundir síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Keppni3 dagar síðan
Jakob Leó, 13 ára, sigraði matreiðslukeppni með lamba snitsel sem heillaði dómnefndina – Myndir
-
Keppni5 klukkustundir síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu