Vertu memm

Freisting

Det Lille Extra stækkar við sig

Birting:

þann

Veitingahjónin Guðrún og HafsteinnÞað eru mörg horn að líta hjá norsku veitingahjónunum Hafsteini og Guðrúnu, en nýlega tóku þau við veitingarekstrinum Knutehytta, sem er minnkuð útgáfa af Skíðaskálanum í Hveradölum. haft var samband við Hafstein og gaf hann sér smá tíma til að spjalla:

Sæll vertu Hafsteinn, það er nóg að snúast hjá ykkur hjónum í dag og enn verið að stækka við ykkur, hvaða rekstur tókuð þið við?
Við erum búinn að taka við rekstri á Knutehytta www.kongsberg-skisenter.no/knutehytta.asp sem er í eigu Kongsberg skisenter. Þessi hytta er í 730 m yfir sjávarmáli. Við höfum opið laugardag og sunnudag frá 10.00 til 17.00, annars er bara opið fyrir hópa. við erum búinn að ráða tvo frábæra kokka til okkar og eru þeir báðir fyrirverandi yfirkokkar, en þeir eru með reynslu frá sviþjóð „Gøteborg“, oslo og kongsberg sem yfirkokkar.

Nýlega kom grein um ykkur, um hvað fjallaði greinin?
Þessi grein innihélt viðtal við Per Bakke sem er eigandi Kongsberg Skisenter og okkur hjónin. En svo ég þýði nú þetta viðtal fyrir ykkur og læt ykkur birta það, en það var á þessa leið:

Þau eru sem sagt búinn að taka við rekstrinum á Knutehytta, við erum með stöðugt fyrirtæki i Kongsberg. Þau eru ekki háð innkomu á Knutehytta til að lifa af, segir Per Bakke eigandi Kongsberg Skisenter. Fyrir einu ári síðan keypti Kongsberg Skisenter  (tradisjonsrike) hytta við landamerki Kongsberg.

Fólk á eftir að sjá breytingu á matnum sem verður framreiddur. Vegna þess að við rekum nú þegar veitingasal og munum við laga matinn þar og svo keyra hann upp eftir, segir Guðrún.  Síðan leggjum við síðustu hönd á verkið uppfrá bætir Hafsteinn við.

Hafsteinn er fyrrverandi yfirkokkur á Grand Hotel í Kongsberg.

Síðastliðin ár hafa verið margir mismunandi rekstraraðilar á Knutehytta. Ef við eigum að tala um það sem hefur verið síðan stóra danska tímabilið var og hét á árunum 1970-1990 útskýrir Peer Bakke.

Danirnir bjuggu þá þar uppfrá.

Við erum í seinni tíð búinn að sjá það er ekki svo einfalt að reka skálann einn og sér og þess vegna erum við svo ánægð með að hafa fengið Guðrúnu og Hafstein til að taka það að sér.

Íslensku hjónin hafa rekið Veisluþjónustu undanfarin ár og í fyrra keyptu þau gamla Odd fellow húsið. Þau eru mikið bókuð fram í tímann að það er næstum því ekki pláss fyrir alla þá kúnna sem óska að halda veislu hjá þeim.

Við erum næstum fullbókuð fram að jólum, svo það er kærkomið að geta boðið uppá enn einn veislusalinn, segir Guðrún og bætir við að þau séu búin að ráða tvo flinka kokka til að hafa undan!

Heimasíða Hafsteins og Guðrúnu: www.detlilleextra.net

Segðu þína skoðun

Hér að neðan ber að líta greinina:

 

[email protected]

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið