Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Denny’s opnað á Íslandi | Bandarísk veitingahúsakeðja velur Ísland sem frumraun í Evrópu

Denny’s var stofnað árið 1953 og í dag eru yfir 1700 Denny´s veitingastaðir staðsettir víðsvegar um heim nema í Evrópu.
Hópur íslenskra fjárfesta hefur gert samning við bandarísku veitingahúsakeðjuna Denny’s og er stefnt að því að opna þrjá veitingastaði hér á landi á næstu tveimur árum. Denny’s eða Denny’s Diner er ein þekktasta veitingahúsakeðja Bandaríkjanna með um 1.700 veitingastaði um allan heim en þó engan í Evrópu.
Harold Butler og Richard Jezak stofnuðu Denny’s Diner árið 1953 í Bandaríkjunum. Staðirnir eru þekktir fyrir að vera alltaf opnir og einn þekktasti réttur þeirra er Denny’s alslemma, morgunverður, en í honum er að finna egg, beikon, pylsur og pönnukökur.
Samkvæmt heimildum DV er fjármögnun langt á veg komin og er verið að setja saman hluthafahópinn. Undirbúningur hefur staðið yfir í nokkurn tíma, nánar á dv.is hér.
Hópurinn leitar nú að hentugu húsnæði og er stefnt á að opna fyrsta staðinn á þessu ári. Ísland yrði þá fyrsti staðurinn í Evrópu þar sem Denny’s opnar. Veitingahúsakeðjan stefnir á að opna fleiri staði í Evrópu á næsta ári og er Ísland fyrsta skrefið í áætlunum fyrirtækisins um innreið sína í Evrópu.
Greint frá á dv.is
Myndir: dennys.com
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn2 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni4 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanCraft Burger Kitchen lokar – erfiðu rekstrarumhverfi kennt um







