Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Denny’s opnað á Íslandi | Bandarísk veitingahúsakeðja velur Ísland sem frumraun í Evrópu

Birting:

þann

Denny's veitingastaður

Denny’s var stofnað árið 1953 og í dag eru yfir 1700 Denny´s veitingastaðir staðsettir víðsvegar um heim nema í Evrópu.

Hópur íslenskra fjárfesta hefur gert samning við bandarísku veitingahúsakeðjuna Denny’s og er stefnt að því að opna þrjá veitingastaði hér á landi á næstu tveimur árum. Denny’s eða Denny’s Diner er ein þekktasta veitingahúsakeðja Bandaríkjanna með um 1.700 veitingastaði um allan heim en þó engan í Evrópu.

Denny's veitingastaður

The Grand Slams eða Denny’s alslemma

Denny's veitingastaður

Ísland yrði fyrsti staðurinn í Evrópu þar sem Denny’s opnar.

Harold Butler og Richard Jezak stofnuðu Denny’s Diner árið 1953 í Bandaríkjunum. Staðirnir eru þekktir fyrir að vera alltaf opnir og einn þekktasti réttur þeirra er Denny’s alslemma, morgunverður, en í honum er að finna egg, beikon, pylsur og pönnukökur.

Samkvæmt heimildum DV er fjármögnun langt á veg komin og er verið að setja saman hluthafahópinn. Undirbúningur hefur staðið yfir í nokkurn tíma, nánar á dv.is hér.

Hópurinn leitar nú að hentugu húsnæði og er stefnt á að opna fyrsta staðinn á þessu ári. Ísland yrði þá fyrsti staðurinn í Evrópu þar sem Denny’s opnar. Veitingahúsakeðjan stefnir á að opna fleiri staði í Evrópu á næsta ári og er Ísland fyrsta skrefið í áætlunum fyrirtækisins um innreið sína í Evrópu.

 

Greint frá á dv.is

Myndir: dennys.com

/Sverrir

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið