Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Denny’s opnað á Íslandi | Bandarísk veitingahúsakeðja velur Ísland sem frumraun í Evrópu

Denny’s var stofnað árið 1953 og í dag eru yfir 1700 Denny´s veitingastaðir staðsettir víðsvegar um heim nema í Evrópu.
Hópur íslenskra fjárfesta hefur gert samning við bandarísku veitingahúsakeðjuna Denny’s og er stefnt að því að opna þrjá veitingastaði hér á landi á næstu tveimur árum. Denny’s eða Denny’s Diner er ein þekktasta veitingahúsakeðja Bandaríkjanna með um 1.700 veitingastaði um allan heim en þó engan í Evrópu.
Harold Butler og Richard Jezak stofnuðu Denny’s Diner árið 1953 í Bandaríkjunum. Staðirnir eru þekktir fyrir að vera alltaf opnir og einn þekktasti réttur þeirra er Denny’s alslemma, morgunverður, en í honum er að finna egg, beikon, pylsur og pönnukökur.
Samkvæmt heimildum DV er fjármögnun langt á veg komin og er verið að setja saman hluthafahópinn. Undirbúningur hefur staðið yfir í nokkurn tíma, nánar á dv.is hér.
Hópurinn leitar nú að hentugu húsnæði og er stefnt á að opna fyrsta staðinn á þessu ári. Ísland yrði þá fyrsti staðurinn í Evrópu þar sem Denny’s opnar. Veitingahúsakeðjan stefnir á að opna fleiri staði í Evrópu á næsta ári og er Ísland fyrsta skrefið í áætlunum fyrirtækisins um innreið sína í Evrópu.
Greint frá á dv.is
Myndir: dennys.com

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars