Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Denny’s opnað á Íslandi | Bandarísk veitingahúsakeðja velur Ísland sem frumraun í Evrópu

Denny’s var stofnað árið 1953 og í dag eru yfir 1700 Denny´s veitingastaðir staðsettir víðsvegar um heim nema í Evrópu.
Hópur íslenskra fjárfesta hefur gert samning við bandarísku veitingahúsakeðjuna Denny’s og er stefnt að því að opna þrjá veitingastaði hér á landi á næstu tveimur árum. Denny’s eða Denny’s Diner er ein þekktasta veitingahúsakeðja Bandaríkjanna með um 1.700 veitingastaði um allan heim en þó engan í Evrópu.
Harold Butler og Richard Jezak stofnuðu Denny’s Diner árið 1953 í Bandaríkjunum. Staðirnir eru þekktir fyrir að vera alltaf opnir og einn þekktasti réttur þeirra er Denny’s alslemma, morgunverður, en í honum er að finna egg, beikon, pylsur og pönnukökur.
Samkvæmt heimildum DV er fjármögnun langt á veg komin og er verið að setja saman hluthafahópinn. Undirbúningur hefur staðið yfir í nokkurn tíma, nánar á dv.is hér.
Hópurinn leitar nú að hentugu húsnæði og er stefnt á að opna fyrsta staðinn á þessu ári. Ísland yrði þá fyrsti staðurinn í Evrópu þar sem Denny’s opnar. Veitingahúsakeðjan stefnir á að opna fleiri staði í Evrópu á næsta ári og er Ísland fyrsta skrefið í áætlunum fyrirtækisins um innreið sína í Evrópu.
Greint frá á dv.is
Myndir: dennys.com

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni5 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt20 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni5 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?