Bocuse d´Or
Davy Tissot kjörinn forseti Bocuse d’Or
Franski matreiðslumeistarinn Davy Tissot hefur verið kosinn forseti Bocuse d’Or keppninnar og tekur við af honum Jérôme Bocuse, syni Paul Bocuse, sem hefur gegnd starfinu frá árinu 2016.
Ekki kemur fram í tilkynningu hvað tekur við hjá Jérôme, en samkvæmt heimildum veitingageirans, þá er hann ekki hættur störfum hjá Bocuse d’Or akademíunni.
Davy Tissot er enginn nýgræðingur þegar kemur að þátttöku í Bocuse d’Or, en hann hreppti 1. sætið árið 2021.
Davy Tissot hefur ávallt haft mikinn áhuga á matreiðslu og aðeins 13 ára gamall sendi hann umsóknir á fjölmarga veitingastaði með ósk um að komast á samning og fékk höfnun allstaðar.
Davy skráði sig í sig í hótel- og veitingaskólann í Vénissieux og fyrsta starfið hans var á veitingastaðnum Meilleur Ouvrier de France hjá yfirkokkinum Jean-Paul Pignol.
„Í byrjun var þetta mjög erfitt. Þeir sendu mig þangað um helgar, miðað við námsárangur minn. En smám saman uppgötvaði ég starf sem sameinar aga, skipulag og sköpun.“
Er haft eftir Davy Tissot í tilkynningu.
Það var síðan sjálfur Paul Bocuse sem kveikti enn frekar í ástríðunni hjá Davy á matreiðslunni. Árið 1991 tók Davy við starfi sem aðstoðarkokkur á Auberge de Collonges og starfaði þar með matreiðslusnillingunum Roger Jaloux, Jacques Maximin, Régis Marcon, Jean Brouilly og Philippe Gauvreau.
Davy keppti í hinum ýmsum keppnum og endaði oftast í öðru eða þriðja sæti. Það var síðan árið 2004 sem að Davy æfði sig stanslaust undir leiðsögn Roger Jaloux fyrir virtu keppnina Meilleur Ouvrier de France þar sem hann náði 1. sætinu.
Sama ár varð Davy yfirkokkur á Terrasses de Lyon, veitingastaðnum á fimm stjörnu hótelinu Villa Florentine, og hlaut Michelin-stjörnu árið 2005.
Árið 2016 bauð Dominique Giraudier, forstöðumaður Institut Paul Bocuse, honum kennslustarf: hann varð kokkur á Saisons veitingastaðnum, sem fékk Michelin-stjörnu árið 2020.
Næsta Bocuse d´Or keppnin fer fram í Lyon í Frakklandi dagana 26. og 27. janúar 2025 þar sem Sindri Guðbrandur Sigurðsson keppir fyrir Íslands hönd. Aðstoðarmaður Sindra er Hinrik Örn Halldórsson og þjálfari þeirra er Sigurjón Bragi Geirsson.
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði