Ágúst Valves Jóhannesson
David Tamburini – Kolabrautin – Veitingarýni – F&F
Frá syðsta hluta Ítalíu, og já nánast Evrópu kemur David Tamburini. Veitingastaður hans La Gazza Ladra er staddur í Modica héraðinu sem er staðsett syðst á Sikiley. Hann er sagður vera mikill listkokkur sem tálgar rétti sína ofan í gestinn. Sagður ekta ítalskur kokkur, svolítið sérvitur en frábær!
Eitt orð: gott
Kolkrabbinn sennilegast legið í hvítvíni, mjög bragðgóður og vel eldaður. Kartöflurnar voru eins og þær voru sagðar vera, stökkar og mjúkar.
Ragusano osturinn kemur beint úr héraði kokksins. Pastað fullkomið og fyllingin sömuleiðis. Græni piparinn í lauksoðinu setti svo punktinn yfir i-ið. Myndi koma aftur og aftur fyrir þennan rétt, en Food and fun er víst bara einu sinni á ári.
Reykbragðið virkaði. Miðjarðarhafið út í gegn. Einfaldur réttur og lítið hægt að setja út á hann.
Vill ekki vera dónalegur, en ég vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta. Talað um kyrrfryst hunang, ekkert frosið á disknum. Raun var þetta bara vel sætt kremað gel með alltof miklu sesambragði. Framsetningin mjög sérstök. En stundum fellst snilld í því sérstaka, ætla ekki að dæma.
Við félagarnir fórum mjög sáttir út, þrátt fyrir ákveðin vonbrigði hvað eftirréttinn varðar. En allt annað var frábært út í gegn, vel þjálfað starfsfólk í salnum, útsýnið yfir höfnina og í raun er það svolítið eins og að vera staddur inn í listaverki þegar maður situr á góðum stað í Hörpunni.
Þökkum fyrir okkur.
-
Uppskriftir6 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt5 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður