Ágúst Valves Jóhannesson
David Tamburini – Kolabrautin – Veitingarýni – F&F
Frá syðsta hluta Ítalíu, og já nánast Evrópu kemur David Tamburini. Veitingastaður hans La Gazza Ladra er staddur í Modica héraðinu sem er staðsett syðst á Sikiley. Hann er sagður vera mikill listkokkur sem tálgar rétti sína ofan í gestinn. Sagður ekta ítalskur kokkur, svolítið sérvitur en frábær!
Eitt orð: gott
Kolkrabbinn sennilegast legið í hvítvíni, mjög bragðgóður og vel eldaður. Kartöflurnar voru eins og þær voru sagðar vera, stökkar og mjúkar.

Milliréttur:
Tortelli með Ragusano-osta fyllingu, borið fram með safa úr bökuðum lauk og villi fennel
Ragusano osturinn kemur beint úr héraði kokksins. Pastað fullkomið og fyllingin sömuleiðis. Græni piparinn í lauksoðinu setti svo punktinn yfir i-ið. Myndi koma aftur og aftur fyrir þennan rétt, en Food and fun er víst bara einu sinni á ári.

Aðalréttur:
Reyktur nautahryggur, borinn fram með brenndum eggaldin og reyktum safa ásamt árstíðar tómötum.
Reykbragðið virkaði. Miðjarðarhafið út í gegn. Einfaldur réttur og lítið hægt að setja út á hann.
Vill ekki vera dónalegur, en ég vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta. Talað um kyrrfryst hunang, ekkert frosið á disknum. Raun var þetta bara vel sætt kremað gel með alltof miklu sesambragði. Framsetningin mjög sérstök. En stundum fellst snilld í því sérstaka, ætla ekki að dæma.
Við félagarnir fórum mjög sáttir út, þrátt fyrir ákveðin vonbrigði hvað eftirréttinn varðar. En allt annað var frábært út í gegn, vel þjálfað starfsfólk í salnum, útsýnið yfir höfnina og í raun er það svolítið eins og að vera staddur inn í listaverki þegar maður situr á góðum stað í Hörpunni.
Þökkum fyrir okkur.

-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bako Verslunartækni er nýr sölu- og þjónustuaðili TurboChef ofna á Íslandi
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Upplifðu franska vínmenningu með Gunna Palla & Georg Leite
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Keppni2 dagar síðan
Ísland í sigursæti á alþjóðlegri kokteilakeppni – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Keppni4 dagar síðan
Jakob Leó, 13 ára, sigraði matreiðslukeppni með lamba snitsel sem heillaði dómnefndina – Myndir