Sverrir Halldórsson
Dagsferð til Vestmannaeyja | Veitingarýni: Einsi Kaldi
Það var einn mánudagsmorgun sem ég og móðir mín vorum mætt niður á Vitatorg kl. 07:00 til að fara með gamla settinu í dagsferð til Eyja.
Lagt var afstað í flottri rútu frá Kynnisferðum kl. 07:15 og stefnan tekin á Sandeyjarhöfn. Leiðin lá yfir Hellisheiði framhjá Hveragerði, Selfoss og Hellu áður en stoppað var á Hvolsvelli á N1, þar gat maður keypt nýbökuð rúnstykki með skinku og osti og bensín til að muðla á í rútunni á leið í skipið. Um borð í Herjólf, landfestar leystar og lagt afstað og mér leið strax vel í undiröldunni.
40 mínútum seinna ekur rútan út úr skipinu í eyjum og allir inn í hana og lagt í skoðunarferð um eyjuna þvera og endilanga fram að hádegi en þá á að fá léttan hádegisverð hjá Einsa Kalda á Hótel Vestmannaeyjum.
Svo mættum við í matinn, fáum okkur sæti og strax er byrjað að taka drykkjarpantanir. Svo kemur ylvolgt heimabakað brauð með þeyttu smjöri með ösku, ( þurrkuð söl, mulin) og í beinu framhaldi kemur súpan sem er Humarsúpa og eins og ég hef kynnst áður þá verður maður ekki svikinn af matnum hjá Einsa Kalda.
Svo kl. 13:00 var aftur lagt af stað og keyrt um og svo lá leiðin í nýja gossafnið sem er virkilega flott safn, en með einn löst, það er ekki lyfta í húsinu þannig að ef þú ert fatlaður kemst þú ekki upp á brúnna til að horfa niður á rústirnar.
Svo lá leiðin aftur til Einsa Kalda og nú skyldi snæddur kvöldverður áður en lagt yrði af stað til lands.
Þjónustan var staðnum til sóma, í hádeginu hafði ég fengið að vita að maturinn seinni partinn yrði þorskur, sagði ég þeim að móðir mín borðaði ekki þorsk og var breytt yfir í skötusel fyrir hana en að öðru leyti alveg eins. Svo kom fiskurinn og er ein stúlknanna kynnti réttinn greip ég fyrir andlitið, því lýsingin var um salsa, olíur, kryddjurtir og fl, sem ég var með á hreinu að þessi hópur skyldi ekkert í og viti menn strax heyrðust kunnuglegt hljóð, en öllum á óvart borðuðu allir matinn og voru hæstánægð með hann, enn einn sigur fyrir Einsa og starfsfólk hans.
Ein þjónustustúlkan kom og sagði að mín væri vænst í eldhúsinu, og var það til að smakka á eftirrétti á matseðlinum sem heitir Eldfell, en forsaga þess er að þegar við Sigurvin vorum í Eyjum í fyrra vorum við að spjalla við kokkana um mat og þá var gossafnið að fara að opna. Lögðum við félagarnir til að þeir myndu hanna eftirrétt sem myndi hafa beina vísun í gosið og leist þeim vel á og nú var stundin runnin upp, nú skyldi afraksturinn smakkaður og VÁ… þvílíkur unaður, ég var bókstaflega orðlaus, en í réttinum er eftirfarandi:
Þetta var alveg toppurinn á ferðinni og fór ég sæll og glaður út í rútu og lagt var afstað til baka sömu leið og við komum.
Um kl. 21:30 vorum við kominn aftur á Vitatorg og glæsileg ferð á enda.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni4 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni1 dagur síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Keppni2 dagar síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Keppni7 klukkustundir síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni3 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný