Vertu memm

Markaðurinn

Cremé brûlée með jólaívafi

Birting:

þann

Cremé brûlée með jólaívafi

Hver fílar ekki klassíska rétt með smá jóla ívafi?

Venjulegt Cremé brûlée er æði en Appelsínu-kanil cremé brûlée er hin fullkomna jólablanda.

Appelsínu-kanil cremé brûlée fyrir 10

Léttmjólk 600 ml
Rjómi 600 ml
Appelsínubörkur 15 g
Kanilstangir 20 g
Carte D‘or Cremé Brûlée 130 g

– Hitið mjólk, rjóma, appelsínubörk og kanilstangir við meðalhita. Þegar að suðan er komin takið blönduna af hitanum og hvílið í 30 mínútur.

– Setjið Carte D‘or Creme Brulée blönduna í pott og hrærið rjómablöndunni hægt og rólega saman við. Þegar að blandan er öll komin út í hitað þá búðinginn í 2 mínútur og hrært vel saman.

– Takið kanilstangirnar úr blöndunni, setjið hana í form að eigin vali og í kæli. Creme Bruléeið stífnar í kælinum!

– Takið Creme Bruléeið út úr kæli 30 mínútum áður en það er borið fram.

– Stráið sykrinum yfir og brennið þar til hann er fallega karamellaður. Skreytið að vild og berið strax fram.

Allar vörurnar fást inni á ekran.is.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið