Markaðurinn
Cremé brûlée með jólaívafi
Hver fílar ekki klassíska rétt með smá jóla ívafi?
Venjulegt Cremé brûlée er æði en Appelsínu-kanil cremé brûlée er hin fullkomna jólablanda.
Appelsínu-kanil cremé brûlée fyrir 10
Léttmjólk 600 ml
Rjómi 600 ml
Appelsínubörkur 15 g
Kanilstangir 20 g
Carte D‘or Cremé Brûlée 130 g
– Hitið mjólk, rjóma, appelsínubörk og kanilstangir við meðalhita. Þegar að suðan er komin takið blönduna af hitanum og hvílið í 30 mínútur.
– Setjið Carte D‘or Creme Brulée blönduna í pott og hrærið rjómablöndunni hægt og rólega saman við. Þegar að blandan er öll komin út í hitað þá búðinginn í 2 mínútur og hrært vel saman.
– Takið kanilstangirnar úr blöndunni, setjið hana í form að eigin vali og í kæli. Creme Bruléeið stífnar í kælinum!
– Takið Creme Bruléeið út úr kæli 30 mínútum áður en það er borið fram.
– Stráið sykrinum yfir og brennið þar til hann er fallega karamellaður. Skreytið að vild og berið strax fram.
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni20 klukkustundir síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni23 klukkustundir síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu
-
Markaðurinn2 klukkustundir síðan
Bóndadagurinn nálgast