Vertu memm

Veitingarýni

Coocoo´s Nest er nýr veitingastaður á Granda

Birting:

þann

Coocoo´s Nest - Veitingastaður

Það var eitt sunnudagshádegi sem ég ákvað að kíkja út á Granda og fá mér dögurð hjá þeim.

Þegar maður kemur inn fékk ég þá tilfinningu að ég væri kominn í vin í eyðimörk, lítill staður með persónulega þjónustu og mér leið strax vel þarna inni. Lítill matseðill, ég pantaði mér glas af tómatsafa, coke light og hleypt egg Florentine að hætti hússins.

Coocoo´s Nest - Veitingastaður

Svo komu drykkjarföngin og saup ég á safanum og vá þvílíkur safi, hann var með svolitlu selleríbragði sem gerði honum bara gott.

Hleypt egg Florentine að hætti hússins

Hleypt egg Florentine að hætti hússins

Svo komu eggin með spínati á súrdeigsbrauði, piparostasósu, tómatsalsa og steiktum kartöflum, það verður að viðurkennast að þessi útfærsla á klassískum rétti kom frábærlega út og stóð fyllilega fyrir sínu. Þjónustan þægileg og ef maður gaut augunum að barnum var strax komin þjónn, til að athuga hvort eitthvað vantaði.

Þetta kom skemmtilega á óvart og gaman að fá svona stað í vesturbæinn.

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið