Veitingarýni
Coocoo´s Nest er nýr veitingastaður á Granda
Það var eitt sunnudagshádegi sem ég ákvað að kíkja út á Granda og fá mér dögurð hjá þeim.
Þegar maður kemur inn fékk ég þá tilfinningu að ég væri kominn í vin í eyðimörk, lítill staður með persónulega þjónustu og mér leið strax vel þarna inni. Lítill matseðill, ég pantaði mér glas af tómatsafa, coke light og hleypt egg Florentine að hætti hússins.
Svo komu drykkjarföngin og saup ég á safanum og vá þvílíkur safi, hann var með svolitlu selleríbragði sem gerði honum bara gott.
Svo komu eggin með spínati á súrdeigsbrauði, piparostasósu, tómatsalsa og steiktum kartöflum, það verður að viðurkennast að þessi útfærsla á klassískum rétti kom frábærlega út og stóð fyllilega fyrir sínu. Þjónustan þægileg og ef maður gaut augunum að barnum var strax komin þjónn, til að athuga hvort eitthvað vantaði.
Þetta kom skemmtilega á óvart og gaman að fá svona stað í vesturbæinn.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt7 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður