Bocuse d´Or
Christian André Pettersen hreppti titilinn Kokkur ársins 2025
Eftir langan og krefjandi keppnisdag í Stavanger Konserthus var það Christian André Pettersen sem lyfti bikarnum og tryggði sér nafnbótina Kokkur ársins 2025 í gær. Fjórir af fremstu kokkum Noregs öttu kappi um titilinn, en Christian, sem er 36 ára gamall, fór að lokum með sigur af hólmi. Hann tryggði sér sæti í Bocuse d’Or Europe árið 2026 og getur þannig unnið sér inn farseðil á sjálfa heimskeppnina árið 2027.
„Þetta er alveg ótrúlegt, stórkostleg upplifun. Ég er mjög stoltur, þetta er hreint út sagt geðveikt,“
sagði Christian þegar úrslitin lágu fyrir.
„Ég hef undirbúið mig bæði andlega og líkamlega fyrir þetta síðustu tvö ár,“
bætti hann við í samtali við NRK.
Christian þakkaði sínu samstillta liði, en með honum í teyminu eru commis (aðstoðarkokkur) Hanna Korvald frá Stavanger og þjálfarinn Sebastian Gibrand, en hann hlaut t.a.m. silfurverðlaun í Bocuse d’Or 2019 fyrir hönd Svíþjóðar. Til gamans má geta þess að Sebastian Gibrand var gestakokkur á veitingastaðnum OTO í Reykjavík í október 2023.
Keppnisréttir Christian André Pettersen
Keppnin hófst snemma morguns þegar fyrsti keppandinn, Aron Espeland, steig inn í eldhúsið. Honum fylgdu í kjölfarið Aleksander L. Vartdal, Eli Anne R. Sundset og að lokum Christian. Ekki fyrr en eftir klukkan 19 um kvöldið lá fyrir hver bæri sigur úr býtum.
Auk verðlaunanna voru einnig veitt sérstök viðurkenning:
Rétturinn Ganefryd 2025 og verðlaunin fyrir frumleika fóru bæði til liðs Christian. Synva Gjerde úr liði Espeland var valin besti commis keppninnar og Bærekraftsprisen féll í hlut liðs Sundset.
Með þessum árangri hefur Christian André Pettersen enn á ný sannað sig sem einn fremsti keppniskokkur Norðurlanda.
Myndir: bocusedornorge.no
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn5 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays
-
Keppni3 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Frétt5 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu










