Frétt
Centerhotel Þingholt í Hall of Fame hjá Tripadvisor
Ferðasíðan Tripadvisor hefur síðastliðin ár verðlaunað hótel sem ná hvað bestum árangri inni á síðunni þegar kemur að gæðum og fjölda ánægðra gesta með því sem kallað er Certificate of Excellence.
Frá því að Tripadvisor hóf að veita Certificate of Excellence hefur Center Hotel Þingholt fengið þá viðurkenningu. Sökum þess að CenterHotel Þingholt hefur fengið viðurkenninguna fimm ár í röð fær hótelið í ár aðra viðurkenningu sem kallast Certificate of Excellence Hall of Fame. Í tilkynningu segir Eva Silvernail, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Center Hotel, þetta vera mikla viðurkenningu fyrir hótelið og hótelkeðjuna í heild.
„Þetta sýnir að við erum að standa okkur vel í að mæta og fara fram úr væntingum gesta. Við erum með einstakt starfsfólk sem leggur sig mikið fram við að taka vel á móti gestunum okkar. Það er ekki sjálfgefið að ferðamenn hafi tíma eða hugsi út í það þegar komið er heim úr fríinu ,að fara inn á netið og skilja eftir góða umsögn um hótel sem þeir dvöldu á.
Við erum því afar stolt af okkar starfsfólki og þakklát okkar gestum að deila upplifun sinni og höldum auðvitað áfram á þeirri braut að gera vel.“
Á hótelinu eru 52 herbergi en það var hannað af arkitektinum Gullu Jónsdóttur og þema þess er íslensk náttúra. Alls sex hótel eru hluti af Center Hotel keðjunni og eru þau öll staðsett í miðborg Reykjavíkur en um 300 manns starfa á hótelunum.
Mynd: aðsend
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt1 dagur síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði