Frétt
Café Loki alltaf jafn vinsælt | Perla: „Óþarfi að breyta því sem vel gengur“
Kaffihúsið Loki á horni Lokastígs og Njarðargötu opnaði fyrir rúmum 10 árum síðan og hefur frá byrjun lagt mikla áherslu á gamlar hefðir í mat.
Sjá einnig: Loki íslenskt kaffihús
Á matseðlinum er margt frábrugðið en hjá mörgum öðrum kaffihúsum, þar sem Íslenskur matur og drykkir eru í hávegum höfð hjá Loka. Plokkfiskur, silungur, flatkaka, síld, íslenska kjötúpan, hangikjöt, sviðasulta er á meðal rétta á matseðli. Íslensku kaffidrykkirnir, sveitakaffi (kaffi og brennivín), prestakaffi (kaffi og brennivín með rjóma og púðursykri), svo fátt eitt sé nefnt.
1. janúar 2018 urðu eigendaskipti á Loka, en þá höfðu þau Hrönn Vilhelmsdóttir og Þórólfur Antonsson rekið staðinn í 9 ár. Nýju eigendur eru Perla Rúnarsdóttir, Bjarni Björnsson og Valdimar Hilmarsson.
„Nei óþarfi að breyta því sem vel gengur.“
Sagði Perla í samtali við veitingageirinn.is aðspurð um hvort einhverjar áherslubreytingar voru gerðar við eigendaskiptin.
Kaffihúsið Loki er opið alla daga frá 08:00 til 22:00. Jólaopnunin verður 24. desember frá 08:00 til 18:00, 25. desember frá 10:00 til 22:00 og 1. janúar 2019 frá 10:00 til 22:00.
Matseðillinn
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn1 dagur síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Markaðurinn3 klukkustundir síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins










