Frétt
Café Loki alltaf jafn vinsælt | Perla: „Óþarfi að breyta því sem vel gengur“
Kaffihúsið Loki á horni Lokastígs og Njarðargötu opnaði fyrir rúmum 10 árum síðan og hefur frá byrjun lagt mikla áherslu á gamlar hefðir í mat.
Sjá einnig: Loki íslenskt kaffihús
Á matseðlinum er margt frábrugðið en hjá mörgum öðrum kaffihúsum, þar sem Íslenskur matur og drykkir eru í hávegum höfð hjá Loka. Plokkfiskur, silungur, flatkaka, síld, íslenska kjötúpan, hangikjöt, sviðasulta er á meðal rétta á matseðli. Íslensku kaffidrykkirnir, sveitakaffi (kaffi og brennivín), prestakaffi (kaffi og brennivín með rjóma og púðursykri), svo fátt eitt sé nefnt.
1. janúar 2018 urðu eigendaskipti á Loka, en þá höfðu þau Hrönn Vilhelmsdóttir og Þórólfur Antonsson rekið staðinn í 9 ár. Nýju eigendur eru Perla Rúnarsdóttir, Bjarni Björnsson og Valdimar Hilmarsson.
„Nei óþarfi að breyta því sem vel gengur.“
Sagði Perla í samtali við veitingageirinn.is aðspurð um hvort einhverjar áherslubreytingar voru gerðar við eigendaskiptin.
Kaffihúsið Loki er opið alla daga frá 08:00 til 22:00. Jólaopnunin verður 24. desember frá 08:00 til 18:00, 25. desember frá 10:00 til 22:00 og 1. janúar 2019 frá 10:00 til 22:00.
Matseðillinn
Myndir: aðsendar
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt23 klukkustundir síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Keppni2 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt2 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan