Veitingarýni
Café Flóra – Veitingarýni
Fékk símtal frá Ægi yfirkokki hjá Marentzu Paulsen, efnið var að bjóða okkur hjá veitingageirinn.is að koma og taka út jóla, var fljótur að staðfesta komu mína, enda ennþá í fersku minni heimsókn mín þangað fyrir tveimur árum.
Milt nóvemberkvöld, nánast eins og sumarkvöld var haldið sem leið liggur í Laugardalinn, kerti og kósýheit stikuðu leiðina frá bílastæði og að höll Marentzu, ekki laust við spenning yfir því sem koma skyldi. Notaleg stemming og fordrykkur við komu, þetta lofaði allt góðu.
Kíktum inní eldhús, bara til að sjá hvort að allt væri í standi sem það auðvitað var, prepp í gangi og ilmandi angan af síld og kalkún lagði um eldhúsið, best að forða sér út ekki gott að vera að þvælast fyrir vinnandi fólki.
Boðið var uppá jóladrykk Íslendinga númer eitt, malt og appelsín auk þess sem það er líka boðið uppá fullorðins útgáfu, appelsín auðvitað en þá blandað í maltjólabjór, fantagóð blanda. Jólamaturinn í Flórunni er allur borinn á borð fyrir gesti, því er ekki um hefðbundið jólahlaðborð, skemmtileg framsetning og gestum líður vel með „sinn“ mat á sínu borði.
Inngangur, nammi á platta
Fyrst var boðið uppá blandaðan lystaukaplatta, nettir munnbitar með samanstóðu af reyktum þorskhrognum, stökku laufabrauði með hangikjötstartar og kjúklingalifaraparfait með sultuðum rauðlauk. Steinlá…braðgott, milt og hráefnið fékk að njóta sín.
Fyrsti kafli, síldarréttir
Heimalöguð síld, söltuð, útvötnuð og verkuð á staðnum frá A til Ö. Snilldarhantering á hráefninu, Marentza Paulsen kom á borðið og kynnti með stolti afrakstur sinn, appelsínusíld með reyktum kartöflum, sinnepssíld Flórunnar og kryddsíld með Gammel dansk geli, veit ekki hver var best allar tegundir frábærar, hverri annari betri.
Annar kafli, kalt sjávarfang
Rauðrófugrafinn lax, þessi útgáfa af laxi er örugglega eins sú besta sem ég haf smakkað, milt dillmæjó með, flott jafnvægi í salti og sætu. Reyktur lax, mildur reykur borinn fram á piparrótareplasalati, þetta combó…hvað skal segja, það er eins og þetta hafi alltaf átt að vera svona. Skefisksterrine og humarmæjó, gaman að sjá fallega terrínu og ekki spillti bragðið, vel kryddað og fiskmetið hárrétt eldaðað, humarmæjó lokaði þessu með stæl.
Þriðji kafi, kalt kjötmeti
Nú var ég reyndar að vera svona þægilega saddur en auðvitað hélt maður sínu striki ákveðinn í að klára verkið. Innbakað gæsapaté, pistasíur og fíkjur, gott brauð, frábært paté, gott villibragð af gæsinni. Reykt önd með rauðrófu og piparrót, góður reykur hæfilega sölt, skotheldur réttur, meyr og góð öndinn. Dönsk lifrarkæfa, vá! Marentza kann þetta alveg uppá 10!
Fantagóð kæfa, vel af beikoni og sveppum, borið fram í krukku, gúmmelaði.
Fjórði kafli, aðalréttir
Áfram var haldið, góð hlé á milli rétta var vel til fundið oft erfitt að njóta góðs matar ef hann er keyrður of hratt yfir, fallega skreyttur salurinn og lágstemmt hörpuspil, voru jólin kominn?
Létt reyktur lambahryggur, fyllt kalkúnabrjóst með þurrkuðum ávöxtum, mjúkur síðubiti og meðlætið ekki af verri endanum. Trönuberjasinnep, eplasalat, sveppasósa, heimalagað rauðkál og sætkartöflugratín. Mjög góður matur, falleg eldun, heitur matur og bragðgott og fallegt meðlæti. Þessi aðalréttur var pottþéttur, jafnvel aðeins of mikið en við gerðum forréttum líka góð skil. Svona á þetta að vera.
Fimmti kafli, sætindi og ostar
Makkarónur með gráðasoti og eldgamall Gouda með döðlusultu, passaði ótrúlega vel saman, bragðmiklir ostar, mjög hæfilegur skammtur.
Sjötti kafli, eftirréttir
Logandi mandarínu og anís Créme Brullée, súkkulaðidrumbur með karamellu poppi og Riz a la Mande. Nú kom Ægir með læti, logandi eftirréttur, það er eitthvað við það að kveikja í mat sem er alltaf gaman. Frábærir eftirréttir, ólíkir en samt allir með sitt sérstaka bragð. Frábær endir á góðri máltíð.
Vídeó:
Þarna er á ferðinni jólamatur sem hvaða sælkeri sem er ætti ekki að láta fram hjá sér fara, vel heppnað hjá Ægi og Marentzu. Þakka kærlega fyrir okkur, frábært kvöld í alla staði. Þið megið vera stolt af þessum mat gott fólk.
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt2 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi