Keppni
Búið er að fullmanna nýtt Kokkalandslið

Talið efst frá vinstri: Hákon Már Örvarsson faglegur framkvæmdastjóri, Bjarni Siguróli Jakobsson Slippbarnum, Þráinn Freyr Vigfússon Kolabrautinni, Axel Clausen Fiskmarkaðnum, Þorkell Sigríðarson VOX, Daníel Cochran Kolabrautinni, Garðar Kári Garðarsson Fiskfélaginu, Fannar Vernharðsson VOX, Ylfa Helgadóttir Kopar, Viktor Örn Andrésson Lava, Hafsteinn Ólafsson Grillinu, María Shramko meistari í sykurskreytingum
Búið er að fullmanna nýtt Kokkalandslið sem er skipað færustu matreiðslumeisturum landsins, tólf talsins. Hákon Már Örvarsson landsþekktur matreiðslumeistari var fyrir skömmu ráðinn faglegur framkvæmdastjóri liðsins. Hann valdi Þráinn Frey Vigfússon yfirmatreiðslumeistara á Kolabrautinni sem fyrirliða og er Þráinn Freyr ásamt Viktori Erni Andréssyni yfirmatreiðslumeistara á Lava í Bláa lóninu liðsstjórar. Þeir þrír völdu í liðið úr þeim stóra hópi öflugra matreiðslumeistara sem nú eru starfandi á landinu.
Verkefni undanfarinna vikna var að finna bestu matreiðslumeistarana sem eru reiðubúnir að taka þátt í því krefjandi æfingarferli sem fylgir þátttöku í matreiðslukeppnum. Gefinn var möguleiki á að sækja um og bárust fjölmargar umsóknir. Í liðinu eru ásamt þeim Hákoni Má, Þránni Frey og Viktori Erni, Fannar Vernharðsson VOX, Garðar Kári Garðarsson Fiskfélaginu, Bjarni Siguróli Jakobsson Slippbarnum, Hafsteinn Ólafsson Grillinu, Ylfa Helgadóttir Kopar, Axel Clausen Fiskmarkaðnum, Daníel Cochran Kolabrautinni, Hrafnkell Sigríðarson VOX og María Shramko sem er meistari í sykurskreytingum.
Kokkalandsliðinu er ætlað að vera öflug liðsheild sem hefur getu til að keppa meðal færustu matreiðslumeistara heimsins og er stefnt að þátttöku í alþjóðlegum keppnum. Kokkalandsliðið er rekið af Klúbbi matreiðslumeistara og hefur liðið það að markmiði að vera leiðandi í að efla fagmennsku og áhuga á matargerð, auka áhuga ungs fólks á matargerð og veita innblástur fyrir matarmenningu Íslendinga. Liðið er skipað reyndu fagfólki og hafa margir í hópnum tekið þátt í matreiðslukeppnum.
Þess má geta að fyrir skömmu vann Bjarni Siguróli Jakobsson silfurverðlaun í keppninni Matreiðslumeistari Norðurlandanna. Æfingar liðsins munu hefjast strax að loknum sumarfríum en stefnt er að þátttöku í Heimsmeistarakeppni og Ólympíuleikum matreiðslumeistara, segir í fréttatilkynningu frá Klúbbi matreiðslumeistara.
Mynd: Rafn Rafnsson

-
Keppni2 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Keppni2 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni1 dagur síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni4 dagar síðan
Reykjavík Cocktail Week: Sjö dagar af kokteilum, stemningu og viðburðum – Hátíðin fer fram 31. mars – 6. apríl
-
Keppni21 klukkustund síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun