Smári Valtýr Sæbjörnsson
Brugga bjór með sviðakjömmum

Borg Bruggús undirbýr og bruggar hér norsk-íslenskan Sviðakjamma-stout með Voss Bryggeri. Blanda af íslenskum og norskum kjömmum komnir í pott.
Borg Brugghús heimsótti nýverið kollega sína hjá Voss Bryggeri í Hordaland í Noregi í þeim tilgangi að fremja norskt/íslenskt samstarfsbrugg. Þar brutu brugghúsin í sameiningu blað í sögu bjórgerðar með því að nota meðal annars sviðakjamma í bjórinn sem er af gerðinni stout.
Bruggmeistarar Borgar hafa verið á miklu ferðalagi undanfarin misseri og tekið þátt í fjölmörgum bjórhátíðum og viðburðum víðsvegar um Evrópu. Á vef Morgunblaðsins er hægt að lesa nánari umfjöllun.
Borg Brugghús er framsækið handverksbrugghús stofnað árið 2010 sem leitast við að nýta íslenskt hráefni og menningarhætti í sína bjórframleiðslu og para við mat. Borg Brugghús hefur þegar unnið til fjölmargra verðlauna á mörgum af helstu bjórkeppnum heims.
Mynd: facebook / Borg Brugghús

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Frétt11 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss