Vertu memm

Uppskriftir

Brioche brauð

Birting:

þann

Brioche brauð

Brioche er eitt frægasta franska brauðið, en það er bæði létt og sætt og hentar vel með fjölmörgum réttum. Upprunanlega uppskriftin var gerð árið 1404 í bænum Cotgrave. Brioche er einstaklega gott með paté og einnig ljúffengt með Foie Gras.

18 gr ger – leyst upp í volgu vatni.
50 gr sykur.
500 gr hveiti.
1 tsk salt – skál með geri.
6 stk egg – pískuð og hellt útí í mjórri bunu – hrært á meðan.
250 gr stofuheitt smjör – blandað útí í þrennu lagi – hrært í á meðan.

Látið hvílast í kæli yfir nótt. Sett í form og látið hefast á volgum stað. Bakað á 160 gráðum í 30-40 mínútur.

Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari.

Mynd: úr safni

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss
  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.

Mest lesið