Frétt
Breytt neyslumynstur hjá Íslendingum
Aha.is, sem um þessar mundir fagnar 10 ára afmæli hefur aðlagað fyrirtækið að breyttri neysluhegðun Íslendinga sem vöndust því í kórónuveirufaraldrinum að panta mat á veitingahúsum og fá sendan heim. Gríðarleg aukning hefur orðið á þessari þjónustu og frá áramótum hafa 20 nýir veitingastaðir bæst í hóp yfir 100 veitingastaða sem fyrir eru inni á síðunni.
„Við erum alsæl með viðtökurnar á nýja appinu og nýrrar heimasíðu hjá okkur, en sú breyting, ásamt nýrri tækni í heimsendingar og þjónustukerfi okkar hefur leitt af sér sprengju í fjölda pantana bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Í ástandi síðasta árs uppgötvuðu margir þann lúxus að panta mat af veitingastöðum og fá sendan heim og njóta í rólegheitum með fjölskyldu og vinum,“
segir Gerður Guðnadóttir, markaðsstjóri Aha.
„Við erum komin með svo marga spennandi staði í flóruna okkar sem gerir það að verkum að fólki og vinnustöðum finnst þægilegt að panta beint hjá okkur því þar finna allir eitthvað við sitt hæfi. Staðir sem hafa verið í nokkurn tíma hjá okkur og notið mikilla vinsælda eru meðal annars Hamborgarabúlla Tómasar, Nings, BK kjúklingur, Local, Dirty Burger & Ribs, Lemon, Subway, Hraðlestin og Bombay Bazaar. Meðal nýrra staða má nefna Mandi, Plan B burger, Reykjavík Pizzeria, Fine Restaurant Búllutrukkinn, Fjárhúsið og Nútri Acaí Bar,“
bætir Gerður við.
Atvinnuskapandi aukning
Aukin umsvif fyrirtækisins hafa gert það að verkum að störfum hefur fjölgað jafnt og þétt og starfa nú rétt tæplega 100 manns hjá Aha.is.
„Þessi aukni áhugi kallar á fleira starfsfólk og höfum við bætt við okkur fjölda bílstjóra sem og starfsfólki í þjónustuverið. Það kallar auðvitað á fleiri hendur þegar eftirspurnin eykst og stundum hefur reynst erfitt að fá fólk til starfa, en við höfum verið heppin í þessum efnum og erum vel sett með teymið okkar í dag. Allir starfsmenn aha á höfuðborgarsvæðinu eru launamenn, en ekki verktakar eins og þekkist hjá sambærilegum aðilum erlendis,“
segir Ásþór Þorgrímsson, heimsendingar- og þjónustustjóri Aha.
100% rafmagn og ekkert bull
Aha.is státar af öflugum rafmagnsbílaflota en árið 2017 var ákveðið að sinna heimsendingum fyrirtækisins einungis á rafmagnsbílum og tókst það um mitt ár 2018. Í dag á fyrirtækið tæplega 30 rafmagnsbíla sem eru í útkeyrslu frá morgni til kvölds og eru síðan hlaðnir á nóttunni.
„Bílaflotinn okkar samanstendur af 100% rafbílum. Við lágmörkum kolefnisspor af heimsendingarþjónustunni með því að taka tillit til loftslagsáhrifa yfir líftíma bílanna okkar þ.á m. framleiðslu á bílum, rafhlöðum og bruna jarðefnaeldsneytis. Kolefnisspor vegna þjónustunnar hefði verið 3.6 sinnum hærra ef við hefðum einungis notað bensínbíla.“
Segir Ásþór að lokum.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir6 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt5 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður