Frétt
Breytingar á leyfilegri notkun nítríta og nítrata í matvæli
Reglugerð sem lækkar leyfilegt hámarksmagn nítríta og nítrata (E 249-252) í matvælum tók gildi í Evrópusambandinu í haust og mun taka gildi hér innan skamms. Innlendir framleiðendur munu því þurfa að bregðast við og mögulega þurfa einhverjir að breyta uppskriftum vara sem innihalda þesi efni.
Aukefnin kalíum nítrít (E 249), natríum nítrít (E 250), natríum nítrat (E 251) og kalíum nítrat (E 252) má skv. núgildandi reglum um aukefni, nota í tilteknar afurðir í skilgreindu hámarksmagni. Vörurnar sem um ræðir eru unnar kjötvörur, ostar og tilteknar fiskafurðir. Efnin eru notuð til rotvarnar, til að varna vexti örvera, einkum C. botulinum, og vegna þeirra eignleika sem þau hafa á bragð matvælanna. Tilvist nítríta og nítrata í matvælum getur leitt til myndunar nítrósamína sem sum eru krabbameinsvaldandi. Nauðsynlegt er að lágmarka hættu á myndum nítrósamína vegna tilvistar nítrata og nítríta í matvælum en á sama tíma þarf að viðhalda vernd gegna vexti skaðlegra örvera. Þess vegna er leyfilegt hámarksmagn þessara efna, sem aukefni, nú lækkað í þeim matvælum sem á annað borð er leyfilegt að nota þau í.
Sú breyting er einnig gerð að til viðbótar við hámarksgildi fyrir það magn sem leyfilegt er að nota við framleiðslu, eru einnig sett viðmiðunargildi fyrir leifar efnanna í matvælunum. Með nýrri reglugerð eru hámarksgildi nú gefin upp sem nítrít og nítrat jónir, en voru áður gefin upp sem natríum sölt efnanna. Á sama tíma eru gerðar breytingar á leyfilegu hámarki aðskotaefna (blý, kvikasilfur og arsen) í aukefnunum sem slíkum.
Nokkur tímafrestur er gefinn til aðlögunar nýjum reglum í ESB, en hann er mislangur eftir því um hvaða afurðir ræðir. Fyrir kjöt- og fiskafurðir er aðlögunarfrestur til 9. október 2025 en fyrir osta er hann oft lengri en er mismunandi eftir flokkum osta, hinn lengsti fram til október 2027. Búast má við sömu tímafrestum hér á landi.
Framleiðendum er bent á kynna sér reglugerðina og mismunandi aðlögunartíma fyrir afurðir.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Keppni3 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Markaðurinn4 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays






