Smári Valtýr Sæbjörnsson
Brasserie Dieu du Ciel á Mikkeller & Friends föstudaginn 22. janúar
Föstudaginn 22. janúar gefst Íslendingum einstakt tækifæri til að smakka bjóra frá hinu marg rómaða brugghúsi Brasserie Dieu du Ciel! frá Montreal í Kanada.
Dieu du Ciel! hefur verið leiðandi í bjórmenningu Kanada um áratuga skeið. Upphafsmenn brugghússins heita Jean-Francois Gravel og Stephane Ostiguy og takmark þeirra var að gera bjóra sem væru algjörlega framúrskarandi hvað varðar hugvit, bragð og persónuleika. Árið var 1998 og þessi mikla bjór sprengja sem hefur átt sér stað vestanhafs á undanförnum árum var í óra fjarlægð.
Þeir félagar höfðu kynnst í McGill háskólanum í Montreal og þróað með sér mikinn áhuga á bjór í lok langra daga þar sem þeir námu saman. Bjórmenning á árinu 1998 var allt önnur en við eigum að venjast í dag. Úrvalið var minna og því mikil áskorun að koma með eitthvað nýtt og framandi á markað. Stofnað var lítið brugghús sem óx hratt. Fyrr en varir var kominn lítill bruggbar í Montreal og bjór þeirra félaga fáanlegur víða í Kanada.
Á síðustu árum hefur þeirra aukist hratt. Þeir hafa ávallt verið taldnir eitt besta brugghús heims á listum á vefsíðum eins og Ratebeer.com. Á árinu 2015 fóru þeir í 5. sætið á lista sömu síðu yfir bestu brugghús heims.
Þetta er einstakt tækifæri til að smakka bjóra sem eru illfáanlegir utan heimaslóða og hafa aldrei ratað til Íslands áður.
Kranalistinn er svo hljóðandi:
Rosée d´Hibiscus
Svalandi hveitibjór bruggaður með stokkrósum.
Peche Mortel
Stór og mikill imperial stout sem telst til bestu bjóra sinnar tegundar í heiminum. Bruggaður með fair trade kaffi sem gefur talsverða beiskju.
Route des Épices
Öl bruggað með rúg með viðbættum pipar.
Isseki Nicho
Samvinnuverkefni með Shiga Kogen í Japan. Svartur imperial saison sem hefur líf sitt sem imperial stout en fær svo humla frá Japan og er að lokum gerjaður með saison geri.
Disco Soleil
IPA bruggaður með gullappelsínum.
Mynd: Lucien Lisabelle
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt5 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni2 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný