Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Brasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
Veitingastaðurinn Brasa hefur nú opnað formlega dyr sínar á annarri hæð í Turninum við Smáratorg í Kópavogi. Að staðnum standa þeir Hinrik Örn Lárusson, Viktor Örn Andrésson og Sigurður Helgason, sem allir hafa áratuga reynslu og margverðlaunaðir matreiðslumen.
Opnunarpartý fór fram í gær, fimmtudaginn 4. desember, þar sem gestir nutu léttar veitingar. Stemningin var létt og það heyrðist víða að Brasa hefði slegið í gegn frá fyrstu mínútu, bæði með umgjörðinni, matnum og þjónustunni.
- Ragna Björg
- Kristín Samúelsdóttir markaðsstjóri BRASA og Sævar Ingi Borgarsson
- Hera Gísladóttir og Ásgeir Kolbeins
- Unnur María Pálmadóttir og Elvar Ágúst Þorsteins
Allt bendir til þess að Brasa ætli sér stórt hlutverk í veitingaflóru höfuðborgarsvæðisins, enda einvalalið í hverju horni.
Yfirkokkur staðarins er Birkir Freyr Guðbrandsson, einn metnaðarfyllsti kokkur landsins. Hann hefur starfað á virtum veitingastöðum á borð við Marshall Restaurant á Granda og SOE Kitchen/La Primavera og gegndi áður stöðu yfirkokks hjá Brút.
Aðalheiður Reynisdóttir er bakarameistari Brasa. Hún er meðal fremstu bakara landsins og hefur á undanförnum árum aflað sér dýrmætrar reynslu bæði hér heima og erlendis. Ferill hennar hófst sem bakaranemi hjá Sandholt og hélt hún síðan til London þar sem hún lærði pastry við hinn virta skóla Le Cordon Bleu.
Yfirþjónn Brasa er Kristján Nói Sæmundsson sem útskrifaðist úr Hótel- og veitingaskólanum árið 1989 og lauk meistaraprófi í framreiðslu árið 1999. Kristján hefur áratuga reynslu á virtum veitingastöðum landsins og leiðir nú þjónustuteymi Brasa með yfirvegun og fagmennsku.
Við óskum Brasa innilega til hamingju með glæsilegan veitingastað.
Með fréttinni fylgja myndir frá opnunarpartýinu.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Pistlar7 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Markaðurinn3 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn3 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn4 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Keppni4 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu






















