Markaðurinn
Árlegir Bransadagar Iðunnar Fræðsluseturs – Lokapartý, allir velkomnir
Bransadagar Iðunnar fara fram í dag og á morgun 15 og 16 maí. Á Bransadögum verður boðið upp á fjölbreytta fræðslu tengda nýsköpun i eftirfarandi iðngreinum prent- og miðlunargreinar, matvæla- og veitingagreinar, byggingar- og mannvirkjagreinar, málm- og véltæknigreinar og bílgreinar. Í boði verða margskonar fyrirlestrar frá innlendum og erlendum sérfræðingum.
Dagskráin endar svo á brjáluðu bransapartíi í húsnæði Iðunnar að Vatnagörðum 20, á morgun fimmtudag 16. maí milli kl 17:00 og 20:00.
Framlag matvæla- og veitingagreinanna í ár verðu PopUp viðburður þar sem bæði verður hægt að sjá og smakka á framtíðinni.
Landsliðskokkarnir Ólöf Ólafsdóttir og Hugi Rafn ætla að sýna okkur tæknina við að 3D prenta form og mót fyrir matvæla iðnað og gefa smakk af eftirréttum sem gerðir eru í þessum mótum.
Náttúrukokkurinn Hinrik Carl ætlar í samvinnu við nýsköpunarfyrirtækið Lokifood að gefa okkur smakk af „fisk“ gerðum eingöngu úr plöntupróteinum.
Og í vínstofunni verður Gísli Grímsson einn eiganda Rætur & Vín með smakka af þeim náttúru veigum sem þeir eru að flytja inn
Í stóra salnum verður einnig fullt um að vera eins og t.d.
- Bergur Ebbi með uppistand
- Júlladiskó sér um að þeyta skífum
- Veitingar frá Littla Brugghúsið og Flóra veitingar
Aðgangur að sjálfsögðu ókeypis en það þarf að skrá sig hér.

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Þjónar og barþjónar óskast – spennandi tækifæri