Markaðurinn
Árlegir Bransadagar Iðunnar Fræðsluseturs – Lokapartý, allir velkomnir
Bransadagar Iðunnar fara fram í dag og á morgun 15 og 16 maí. Á Bransadögum verður boðið upp á fjölbreytta fræðslu tengda nýsköpun i eftirfarandi iðngreinum prent- og miðlunargreinar, matvæla- og veitingagreinar, byggingar- og mannvirkjagreinar, málm- og véltæknigreinar og bílgreinar. Í boði verða margskonar fyrirlestrar frá innlendum og erlendum sérfræðingum.
Dagskráin endar svo á brjáluðu bransapartíi í húsnæði Iðunnar að Vatnagörðum 20, á morgun fimmtudag 16. maí milli kl 17:00 og 20:00.
Framlag matvæla- og veitingagreinanna í ár verðu PopUp viðburður þar sem bæði verður hægt að sjá og smakka á framtíðinni.
Landsliðskokkarnir Ólöf Ólafsdóttir og Hugi Rafn ætla að sýna okkur tæknina við að 3D prenta form og mót fyrir matvæla iðnað og gefa smakk af eftirréttum sem gerðir eru í þessum mótum.
Náttúrukokkurinn Hinrik Carl ætlar í samvinnu við nýsköpunarfyrirtækið Lokifood að gefa okkur smakk af „fisk“ gerðum eingöngu úr plöntupróteinum.
Og í vínstofunni verður Gísli Grímsson einn eiganda Rætur & Vín með smakka af þeim náttúru veigum sem þeir eru að flytja inn
Í stóra salnum verður einnig fullt um að vera eins og t.d.
- Bergur Ebbi með uppistand
- Júlladiskó sér um að þeyta skífum
- Veitingar frá Littla Brugghúsið og Flóra veitingar
Aðgangur að sjálfsögðu ókeypis en það þarf að skrá sig hér.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Frétt22 klukkustundir síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
POP-UP helgi á Eyju – Andreas töfrar fram 5 rétta seðil!