Viðtöl, örfréttir & frumraun
BragðaGarður: Slow Food hátíð í Grasagarðinum 26. – 27. september
BragðaGarður er tveggja daga hátíð sem fagnar matarmenningu, sjálfbærni og líffræðilegri fjölbreytni, haldin í Garðskálanum í Grasagarði Reykjavíkur. Hátíðin er haldin af Slow Food hreyfingunni og býður upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa. Dagskráin á föstudeginum er sérstaklega sniðin að nemendum á framhaldsskólastigi, nemendur úr matvælagreinum við Hótel,-og matælaskólanum í Kópavogi leiða jafningfræðslu um flest það sem snýr að mat.
Föstudagur 26. september – Ungt fólk og maturinn (kl. 11:00–15:00)
Dagurinn er tileinkaður ungu fólki og tengslum þess við mat og umhverfi.
Á dagskrá eru meðal annars:
Skynmatsvinnustofur: lykt, áferð og bragð
Sýnikennsla frá nemendum í matreiðslu við MK
Jurtakokteilabar og kynning á súrdeigsbrauði
Fræðsla um uppruna matar, lífræn matvæli og líffræðilega fjölbreytni
Ullarvinnsla og ræktun eigin matar
Umhverfisvitund ungs fólks og skemmtilegar þrautir í garðinum
Laugardagur 27. september – Markaður og matarsamtal (kl. 11:00–17:00)
Laugardagurinn býður upp á líflegan markað með fjölbreyttum afurðum frá íslenskum smáframleiðendum, þar á meðal:
Geitaafurðir, þaravörur, vegan ástur, sinnep, súkkulaði og rabarbaravörur
Reykt og grafið kjöt, súpur og sósur úr eigin ræktun, mjólkurafurðir og kryddsölt
Fræðsla og umhverfisspjall með Sorpu
Fræðsluerindi dagsins:
Rabarbari um víða veröld – Nanna Rögnvaldar
Minni sóun, meiri gæði – Bjarki Þór Sólmundarson
Súðbyrðingur, hvað er nú það? – Sigurbjörg Árnadóttir
Fræðsluganga um Grasagarðinn með Borgarnáttúru (á ensku)
Viðburðurinn er ókeypis og öllum opinn.
Komdu og upplifðu hvernig hægt er að tengja saman mat, menningu og umhverfisvitund, fyrir bragðmeiri framtíð!
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn5 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?






