Viðtöl, örfréttir & frumraun
BragðaGarður: Slow Food hátíð í Grasagarðinum 26. – 27. september
BragðaGarður er tveggja daga hátíð sem fagnar matarmenningu, sjálfbærni og líffræðilegri fjölbreytni, haldin í Garðskálanum í Grasagarði Reykjavíkur. Hátíðin er haldin af Slow Food hreyfingunni og býður upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa. Dagskráin á föstudeginum er sérstaklega sniðin að nemendum á framhaldsskólastigi, nemendur úr matvælagreinum við Hótel,-og matælaskólanum í Kópavogi leiða jafningfræðslu um flest það sem snýr að mat.
Föstudagur 26. september – Ungt fólk og maturinn (kl. 11:00–15:00)
Dagurinn er tileinkaður ungu fólki og tengslum þess við mat og umhverfi.
Á dagskrá eru meðal annars:
Skynmatsvinnustofur: lykt, áferð og bragð
Sýnikennsla frá nemendum í matreiðslu við MK
Jurtakokteilabar og kynning á súrdeigsbrauði
Fræðsla um uppruna matar, lífræn matvæli og líffræðilega fjölbreytni
Ullarvinnsla og ræktun eigin matar
Umhverfisvitund ungs fólks og skemmtilegar þrautir í garðinum
Laugardagur 27. september – Markaður og matarsamtal (kl. 11:00–17:00)
Laugardagurinn býður upp á líflegan markað með fjölbreyttum afurðum frá íslenskum smáframleiðendum, þar á meðal:
Geitaafurðir, þaravörur, vegan ástur, sinnep, súkkulaði og rabarbaravörur
Reykt og grafið kjöt, súpur og sósur úr eigin ræktun, mjólkurafurðir og kryddsölt
Fræðsla og umhverfisspjall með Sorpu
Fræðsluerindi dagsins:
Rabarbari um víða veröld – Nanna Rögnvaldar
Minni sóun, meiri gæði – Bjarki Þór Sólmundarson
Súðbyrðingur, hvað er nú það? – Sigurbjörg Árnadóttir
Fræðsluganga um Grasagarðinn með Borgarnáttúru (á ensku)
Viðburðurinn er ókeypis og öllum opinn.
Komdu og upplifðu hvernig hægt er að tengja saman mat, menningu og umhverfisvitund, fyrir bragðmeiri framtíð!
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn5 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn5 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Vín, drykkir og keppni17 klukkustundir síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir






