Bocuse d´Or
Bocuse d´Or: Sölvi Már Davíðsson – Viðtal
Sölvi Már Davíðsson er aðstoðarmaður númer tvö í Bocuse d´Or þar sem Viktor Örn Andrésson mateiðslumaður keppir fyrir hönd Íslands. Bocuse d´Or keppnin fer fram dagana 24. og 25. janúar 2017 samhliða Sirha sýningunni í Lyon í Frakklandi og keppir Viktor miðvikudaginn 25. janúar.
Þó svo Sölvi sé aðstoðarmaður númer tvö þá tekur hann þátt í öllum undirbúningi, en tveir keppa á Bocuse d´Or, þ.e. Viktor og aðstoðarmaður hans Hinrik Örn Lárusson. Með þessu fyrirkomulagi er Sölvi tilbúinn að hoppa inn í og taka við af Hinriki aðstoðarmanni Viktors ef eitthvað kemur upp á og Hinrik getur ekki keppt.
Sölvi er að læra fræðin sín á Kopar og er á öðru ári sem matreiðslunemi. Sölvi er metnaðarfullur og tekur virkan þátt í félagsstarfi í veitingabransanum og fundaði t.a.m. með Norræna ungliðastarfinu ásamt matreiðslunemanum Agata Alicja Iwaszkiewicz. Fundurinn fór fram í Herning í Danmörku í mars s.l. á matvælasýningunni Foodexpo samhliða Norrænu keppnunum „Nordic Chef & Nordic Waiter„.
Hvernig hafa æfingarnar gengið fram að þessu?
Æfingar ganga mjög vel, við vorum smá ryðgaðir fyrst eftir sumarið en þetta er allt að koma núna. Þetta mun ganga mjög vel hjá okkur þegar tímaæfingar fara byrja.
Hvað ertu núna að taka margar æfingar, til að mynda á viku?
Við erum að taka 6 æfingar í viku.
Hvernig stóð það til að þú varst aðstoðarmaður Viktors?
Ylfa Helgadóttir, meistarinn minn lét mig vita að Viktor væri að leita af öðrum aðstoðarmanni svo ég hafði samband við hann.
Bocuse d´Or – Fleira tengt efni:
[feed url=“https://veitingageirinn.is/category/bocuse-dor/feed/“ number=“6″ ]
Hvernig fjármagnar þú fyrir keppnina, laun, ferðakostnað osfr.?
Maður þarf að vera búinn að leggja smá pening til hliðar ef maður fer í svona keppni, launin í þessu er reynslan.
Hvað er framhaldið hjá þér eftir Bocuse d´Or?
Eftir Bocuse d´Or þá stefni ég á að klára námið.
Áttu einhverjar fyrirmyndir úr Íslenska og erlenda veitingabransanum?
Klárlega Viktor Örn Andrésson! en fyrir utan Ísland væri það örugglega Massimo Bottura.
Af hverju fórstu að læra að verða matreiðslumaður?
Mig langaði í rauninni ekki að læra neitt eftir útskrift í grunnskólanum, svo mamma skráði mig í kokkinn í MK og þar smellpassaði ég inn og hef ekki séð eftir því.
Eitthvað sem þú vilt segja við matreiðslunema sem eru að stíga sín fyrstu skref inn í veitingageirann?
Fyrir ykkur sem eru að byrja, þetta mun vera það skemmtilegasta sem þið gerið en jafnframt það erfiðasta. Gangi ykkur vel.
Segir Sölvi að lokum í samtali við veitingageirinn.is og óskum við honum alls hins besta og góðs gengis í Bocuse d´Or.
-
Uppskriftir6 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt5 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn24 klukkustundir síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla