Bocuse d´Or
Bocuse d´Or: Ísland komst áfram – Sindri Guðbrandur á leið til Lyon
Nú rétt í þessu voru úrslitin kynnt í Evrópuforkeppni Bocuse d´Or við hátíðlega athöfn, en keppnin var haldin að þessu sinni í Þrándheimi í Noregi.
Þrjú efstu sætin:
1. sæti – Danmörk
2. sæti – Svíþjóð
3. sæti – Noregur
Það voru 20 lönd sem tóku þátt í undankeppninni sem stóð yfir síðastliðna tvö daga. Tíu efstu sætin tryggja sæti í úrslitakeppnina, sem haldin verður í Lyon í Frakklandi 26. janúar 2025.

Sigurjón Bragi Geirsson, Sindri Guðbrandur Sigurðsson, Hinrik Örn Halldórsson og Þráinn Freyr Vígfússon
Sindri Guðbrandur Sigurðsson keppti fyrir hönd Íslands og hreppti 8. sætið og keppir, eins og áður segir, í Lyon í Frakklandi 26. janúar 2025. Hægt er að skoða keppnisrétti Sindra með því að smella hér.
Úrslit urðu á þessa leið:
Aðstoðarmaður Sindra er Hinrik Örn Halldórsson og þjálfari þeirra er Sigurjón Bragi Geirsson.
Bocuse d´Or er ein af virtustu matreiðslukeppnum heims og eru þátttakendur meðal fremstu matreiðslumanna sinna landa. Keppnin er því hörð og miklar kröfur gerðar til keppenda.
Sindri hafði 5 ½ klukkustund til þess að matreiða kjötrétt og fiskrétt fyrir 20 dómara. Afraksturinn var sannkallað listaverk og var annars vegar borinn fram á fallegum viðarplötum og hins vegar á glæsilegu silfurfati. Allt gekk samkvæmt áætlun og voru Sigurjón, aðstoðarmaður hans og þjálfari að vonum hæstánægðir með úrslitin.
Glæsilegur árangur Sindra gefur honum keppnisrétt í aðalkeppni Bocuse d´Or, sem haldin verður í Lyon í Frakklandi í enda janúar 2025. Nú halda áfram strangar æfingar hjá Sigurjóni en hann stefnir ótrauður á verðlaunapall í Lyon. Þjálfari Sindra er Sigurjón Bragi, Bocuse d´Or keppandi 2023 og 2013, og aðstoðarmaður er Hinrik Örn Halldórsson. Dómari íslands var Þráinn Freyr Vigfússon.
Góður árangur íslenskra keppenda í Bocuse d´Or
Keppnin Bocuse d‘Or hefur verið haldin síðan 1987 en fyrsti íslenski keppandinn tók þátt árið 1999. Það var Sturla Birgisson og náði hann fimmta sæti. Síðan þá hafa Íslendingar ávallt verið í níu efstu sætunum en bestum árangri náði Hákon Már Örvarsson árið 2001 og Viktor Örn Andrésson árið 2017 náðu þeir báðir í bronsverðlaun.
Fleiri Bocuse d´Or fréttir hér.
Myndir: Bocuse d´Or / Katrín Sif Einarsdóttir

-
Keppni2 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Keppni2 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni1 dagur síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Keppni7 klukkustundir síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni4 dagar síðan
Reykjavík Cocktail Week: Sjö dagar af kokteilum, stemningu og viðburðum – Hátíðin fer fram 31. mars – 6. apríl