Vertu memm

Bocuse d´Or

Bocuse d´Or: Ísak Darri þorsteinsson – Viðtal

Birting:

þann

Ísak Darri þorsteinsson

Ísak Darri þorsteinsson

Ísak Darri þorsteinsson er einn af aðstoðarmönnum Bjarna Siguróla sem keppir fyrir hönd Íslands í Bocuse d´Or.  Ísak mun vera með Bjarna í keppniseldhúsinu, en þar er hann ekki ókunnugur aðstæðum þar sem Ísak keppti með Bjarna í Bocuse d´Or forkeppninni sem haldin var í júní s.l.

Ísak er tvítugur matreiðslunemi og starfaði áður á Hótel Natura þar sem hann lærði fræðin sín, en hann hefur verið viðlogandi við veitingastaði allt frá því 12 ára að aldri.

Ísak hefur lagt allan sinn metnað í Bocuse d´Or og setti m.a. námið á bið, en hann er búinn með verklega-samninginn í náminu og stefnir á að klára síðustu önnina í Hótel og matvælaskólanum og útskrifast í vor.

Hefur þú tekið þátt í keppnum?

Ég hef ekki sjálfur tekið þátt en fór með Bjarna og Kokkalandsliðinu til Erfurt.  Var aðstoðarmaður Haffa í Kokkur ársins 2017 þegar hann vann þá keppni.

Veitingastaðir/hótel sem þú hefur starfað hjá?

Bergsson Mathús, Hótel Natura og Geira Smart.

Auglýsingapláss

Hvernig hafa æfingarnar gengið fram að þessu?

Virkilega vel og við erum að sjá framfarir með hverri æfingu. Margt sem maður sá að hefði mátt fara betur í Evrópukeppninni en við höfum lært af því og tökum reynsluna með okkur í aðalkeppnina í Lyon.

Hvað ertu núna að taka margar æfingar, til að mynda á viku?

Núna höfum við verið að taka æfingar á 2ja daga fresti.

Hvernig stóð það til að þú varst aðstoðarmaður Bjarna?

Bjarni og ég unnum saman á Geira Smart og ég fór einnig með honum til Erfurt á Ólympíuleikana í matreiðslu.  Hann hafði samband við mig og bað mig um að aðstoða sig við þetta verkefni og ég gat ekki neitað því tækifæri.

Auglýsingapláss

Hvernig fjármagnar þú fyrir keppnina, laun, ferðakostnað osfr.?

Ég tók að mér að sjá um eldhús á Egilsstöðum seinasta sumar og einnig þá erum við duglegir að taka veislur, en höfum ekki tækifæri á því núna þegar það er svona stutt í keppni og verður maður þá að láta peninginn duga vel.

Hvað er framhaldið hjá þér eftir Bocuse d´Or?

Ég mun fara aftur í skólann og klára seinustu önnina og útskrifast í vor. Eftir það tekur við pakkað sumar af veislum og veiðihúsið.

Áttu einhverjar fyrirmynd úr Íslenska veitingabransanum?

Pabbi var að vinna á Hótel Sögu og leiddi mig í gegnum Grillið og þar að leiðandi voru Bjarni Gunnar og Þráinn Freyr fyrstu fyrirmyndirnar mínar.  Þegar liðið hefur á námið þá hafa fleiri flottir kokkar bæst í hópinn, eins og Bjarni Siguróli, Viktor Örn, Siggi lauf, Siggi Helga og fleiri meistarar.

Auglýsingapláss

Af hverju fórstu að læra að verða matreiðslumaður?

Sá Bjarna Gunnar og Þráinn og alla þá töffara sem voru að vinna á Grillinu á þeim tíma og fann það virkilega áhugavert.

Áhugamál:

Ég hef verið í golfi mest alla mína æfi og síðan öll hreyfing er virkilega skemmtileg

Eitthvað sem þú vilt segja við matreiðslunema sem eru að stíga sín fyrstu skref inn í veitingageirann?

Ef þú vilt ná árangri þá verður þú að leggja allt sem þú átt í þetta, það þýðir ekkert að gefa eftir.  Spyrja spurningar um allt sem þú getur og hlustaðu.

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið