Vertu memm

Bocuse d´Or

Bocuse d´Or: Hverjir eru aðstoðarmenn Sigurðar? | „Strákarnir standa sig eins og hetjur…“

Birting:

þann

Bocuse d´or liðið 2015

Hinrik Örn Lárusson, Sigurður Helgason, Rúnar Pierre Heriveaux og Karl Óskar Smárason

Sigurður Helgason yfirmatreiðslumeistari Grillsins er fulltrúi Íslands í Bocuse d´Or keppninni sem haldin verður dagana 27. og 28. janúar næstkomandi í Lyon í Frakklandi, en Sigurður mun keppa 27. janúar.

Þeir sem veita Sigurði stuðning og aðstoð eru t.a.m. Íslenska Bocuse Akademían, styrktaraðilar, Sturla Birgisson sem verður einn af dómurunum í keppninni, Þráinn Freyr Vigfússon þjálfari Sigurðar og þrír aðstoðarmenn þeir Hinrik Örn Lárusson, Karl Óskar Smárason og Rúnar Pierre Heriveaux sem kemur til með að aðstoða Sigurð í keppniseldhúsinu á sjálfum keppnisdeginum 27. janúar.

Strákarnir standa sig eins og hetjur og er ég gríðalega ánægður með þá liðsheild sem hefur myndast á milli okkar. Allir vel stemmdir og mikill spenningur að myndast fyrir keppnina.

, sagði Sigurður í samtali við veitingageirinn.is.

Aðstoðarmennirnir voru beðnir um að kynna sig nánar fyrir lesendum veitingageirans, en þeir hafa verið með Sigurði í gegnum allan undirbúninginn:

Rúnar Pierre Heriveaux

Rúnar Pierre Heriveaux

Rúnar Pierre Heriveaux

Ég heiti Rúnar Pierre Heriveaux og er aðstoðarmaður Sigga Helga í búrinu í Bocuse d’Or. Ég er 21 árs gamall og byrjaði á samning á Lava í Bláa Lóninu í janúar 2013. Ég keppti sama ár í matreiðslu nemi ársins og vann ásamt Iðunni Sigurðardóttir.

Við kepptum síðan síðastliðið vor í Norrænu nemakeppninni. Seinna um sumarið fór ég í mánuð til Danmerkur og vann þar á 2 Michelin veitingastöðum, Undir Ronny Emborg á Marchal, D’Angleterre sem var valinn besti veitingastaður ársins í Danmörku og svo Studio hjá Torsten Vildgaard.

Ég var nokkrum sinnum að aðstoða á æfingum hjá Sigga þegar hann var að undirbúa sig fyrir forkeppni Bocuse í Svíðþjóð. Mér bauðst síðan að vera aðstoðarmaður hans núna í Frakklandi og erum við búnir að æfa stíft síðan í haust.

Karl Óskar Smárason

Karl Óskar Smárason

Karl Óskar Smárason

Ég heiti Karl Óskar Smárason og er að aðstoða Sigga Helga fyrir Bocuse d’Or. Ég er 21 árs og er á samning á Vox og búinn að vera þar í 14 mánuði. Áður en ég byrjaði á samning lauk ég stúdentsprófi og vann með skóla á Hótel Flúðum og Nítjándu í veisluturninum.

Eftir stúdentspróf flutti ég til Vestmannaeyja yfir sumarið 2013 og vann á Slippnum hjá Gísla Matthíasi og aðstoðaði hann í matreiðslumaður ársins sama ár. Eftir það byrjaði ég á samning á Vox og búinn að vinna þar síðan.

Síðastliðið vor tók ég þátt í matreiðslunemi ársins og lenti í 1. sæti og fer út næsta vor í Norrænu nemakeppnina.

Hinrik Örn Lárusson

Hinrik Örn Lárusson

Hinrik Örn Lárusson

Hinrik Örn Lárusson heiti ég og er aðstoðarmaður Sigga Helga fyrir Bocuse d’Or. Er 18 ára gamall og er ekki á samning akkúrat núna en er á leiðinni á samning uppá Grilli á hótel sögu.
Ég ólst upp í eldhúsinu á Hótel Heklu þar sem móðir mín var eigandi og hótelstýra.

Vann á hótel Selfossi í 2 ár og byrjaði síðan á samning á Hótel Sögu. Núna er ég nýkominn frá Frakklandi þar sem ég var að vinna á tveggja michelin veitingastað sem heitir Du Pont D’Acigne í Rennes. Var þar í 3 mánuði og eftir að ég kom heim sá ég um eldhúsið á Hótel Varmahlíð seinasta sumar.

Síðan þá er ég búinn að vera með strákunum á æfingum fyrir Bocuse d’Or.

Veitingageirinn.is kemur til með að fylgjast vel með og færa ykkur fréttir í máli og myndum.

 

Myndir: aðsendar

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið