Bocuse d´Or
Bocuse d´Or: Hverjir eru aðstoðarmenn Sigurðar? | „Strákarnir standa sig eins og hetjur…“
Sigurður Helgason yfirmatreiðslumeistari Grillsins er fulltrúi Íslands í Bocuse d´Or keppninni sem haldin verður dagana 27. og 28. janúar næstkomandi í Lyon í Frakklandi, en Sigurður mun keppa 27. janúar.
Þeir sem veita Sigurði stuðning og aðstoð eru t.a.m. Íslenska Bocuse Akademían, styrktaraðilar, Sturla Birgisson sem verður einn af dómurunum í keppninni, Þráinn Freyr Vigfússon þjálfari Sigurðar og þrír aðstoðarmenn þeir Hinrik Örn Lárusson, Karl Óskar Smárason og Rúnar Pierre Heriveaux sem kemur til með að aðstoða Sigurð í keppniseldhúsinu á sjálfum keppnisdeginum 27. janúar.
Strákarnir standa sig eins og hetjur og er ég gríðalega ánægður með þá liðsheild sem hefur myndast á milli okkar. Allir vel stemmdir og mikill spenningur að myndast fyrir keppnina.
, sagði Sigurður í samtali við veitingageirinn.is.
Aðstoðarmennirnir voru beðnir um að kynna sig nánar fyrir lesendum veitingageirans, en þeir hafa verið með Sigurði í gegnum allan undirbúninginn:
Rúnar Pierre Heriveaux
Ég heiti Rúnar Pierre Heriveaux og er aðstoðarmaður Sigga Helga í búrinu í Bocuse d’Or. Ég er 21 árs gamall og byrjaði á samning á Lava í Bláa Lóninu í janúar 2013. Ég keppti sama ár í matreiðslu nemi ársins og vann ásamt Iðunni Sigurðardóttir.
Við kepptum síðan síðastliðið vor í Norrænu nemakeppninni. Seinna um sumarið fór ég í mánuð til Danmerkur og vann þar á 2 Michelin veitingastöðum, Undir Ronny Emborg á Marchal, D’Angleterre sem var valinn besti veitingastaður ársins í Danmörku og svo Studio hjá Torsten Vildgaard.
Ég var nokkrum sinnum að aðstoða á æfingum hjá Sigga þegar hann var að undirbúa sig fyrir forkeppni Bocuse í Svíðþjóð. Mér bauðst síðan að vera aðstoðarmaður hans núna í Frakklandi og erum við búnir að æfa stíft síðan í haust.
Karl Óskar Smárason
Ég heiti Karl Óskar Smárason og er að aðstoða Sigga Helga fyrir Bocuse d’Or. Ég er 21 árs og er á samning á Vox og búinn að vera þar í 14 mánuði. Áður en ég byrjaði á samning lauk ég stúdentsprófi og vann með skóla á Hótel Flúðum og Nítjándu í veisluturninum.
Eftir stúdentspróf flutti ég til Vestmannaeyja yfir sumarið 2013 og vann á Slippnum hjá Gísla Matthíasi og aðstoðaði hann í matreiðslumaður ársins sama ár. Eftir það byrjaði ég á samning á Vox og búinn að vinna þar síðan.
Síðastliðið vor tók ég þátt í matreiðslunemi ársins og lenti í 1. sæti og fer út næsta vor í Norrænu nemakeppnina.
Hinrik Örn Lárusson
Hinrik Örn Lárusson heiti ég og er aðstoðarmaður Sigga Helga fyrir Bocuse d’Or. Er 18 ára gamall og er ekki á samning akkúrat núna en er á leiðinni á samning uppá Grilli á hótel sögu.
Ég ólst upp í eldhúsinu á Hótel Heklu þar sem móðir mín var eigandi og hótelstýra.Vann á hótel Selfossi í 2 ár og byrjaði síðan á samning á Hótel Sögu. Núna er ég nýkominn frá Frakklandi þar sem ég var að vinna á tveggja michelin veitingastað sem heitir Du Pont D’Acigne í Rennes. Var þar í 3 mánuði og eftir að ég kom heim sá ég um eldhúsið á Hótel Varmahlíð seinasta sumar.
Síðan þá er ég búinn að vera með strákunum á æfingum fyrir Bocuse d’Or.
Veitingageirinn.is kemur til með að fylgjast vel með og færa ykkur fréttir í máli og myndum.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla