Bocuse d´Or
Bocuse d´or: Bjarni Siguróli hefur lokið keppni – Sjáðu myndir frá keppninni hér
Bjarni Siguróli Jakobsson sem keppir fyrir hönd Íslands í virtustu matreiðslukeppni heims, Bocuse d´Or hefur skilað sínum réttum til dómnefndarinnar.
Keppnin er haldin í Lyon í Frakklandi dagana 29. – 30. janúar 2019.
Bjarni var sjötti keppandinn í eldhúsið og hóf keppni kl. 08:00 í morgun. Forréttur Bjarna var borinn á borð fyrir dómnefndina kl. 13:00 og kjötrétturinn kl. 13:35 á íslenskum tíma.
Aðstoðarmaður Bjarna í eldhúsinu er Ísak Darri Þorsteinsson. Þjálfari er Viktor Örn Andrésson. Hvert þátttökuland á fulltrúa í dómarateymi Bocuse d´Or og Sturla Birgisson matreiðslumeistari dæmdi fyrir hönd Bocuse d´Or akademíunnar á Íslandi.
Úrslit kynnt á morgun
Seinni partinn á morgun, miðvikudaginn 30. janúar, verða úrslitin kynnt við hátíðlega viðhöfn.
Bocuse d´Or akademían á Íslandi er hópur fyrrverandi keppenda sem heldur utan um þátttöku Íslands í keppninni.
Fleiri Bocuse d´Or fréttir hér.
Myndir: skjáskot úr beinni útsendingunni.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir6 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt5 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður