Bocuse d´Or
Bocuse d´or: Bjarni Siguróli hefur lokið keppni – Sjáðu myndir frá keppninni hér
Bjarni Siguróli Jakobsson sem keppir fyrir hönd Íslands í virtustu matreiðslukeppni heims, Bocuse d´Or hefur skilað sínum réttum til dómnefndarinnar.
Keppnin er haldin í Lyon í Frakklandi dagana 29. – 30. janúar 2019.
Bjarni var sjötti keppandinn í eldhúsið og hóf keppni kl. 08:00 í morgun. Forréttur Bjarna var borinn á borð fyrir dómnefndina kl. 13:00 og kjötrétturinn kl. 13:35 á íslenskum tíma.
Aðstoðarmaður Bjarna í eldhúsinu er Ísak Darri Þorsteinsson. Þjálfari er Viktor Örn Andrésson. Hvert þátttökuland á fulltrúa í dómarateymi Bocuse d´Or og Sturla Birgisson matreiðslumeistari dæmdi fyrir hönd Bocuse d´Or akademíunnar á Íslandi.

Grænmetis “chartreus” fyllt með 4 tegundum af stúfuðum skelfisk; ostru, kúfskel, hörpuskel og bláskel. Tertan þurfti að vera 50% grænmeti að lágmarki.
Þessi réttur er til heiðurs Joel Robuchon sem var frægur fyrir að gera nútímlegar útgáfur af klassískum réttum og það er einmitt það sem stjórnendur keppninnar biðja keppendur um að útfæra.

Kálfahryggur sem þurfti að vera ofnbakaður, heill (roasted whole in one piece) og borinn fram á beininu, stöffaður með kálfainnyflum s.s. brisi, lifur, nýru, görnum, löppum.
Þessi réttur er dæmigerður Paul Bocuse réttur og því til heiðurs honum, en hann lést 20. janúar 2018 þá 91. árs að aldri.
Úrslit kynnt á morgun
Seinni partinn á morgun, miðvikudaginn 30. janúar, verða úrslitin kynnt við hátíðlega viðhöfn.
Bocuse d´Or akademían á Íslandi er hópur fyrrverandi keppenda sem heldur utan um þátttöku Íslands í keppninni.
Fleiri Bocuse d´Or fréttir hér.
Myndir: skjáskot úr beinni útsendingunni.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí