Bocuse d´Or
Bocuse d´or: Bjarni Siguróli hefur lokið keppni – Sjáðu myndir frá keppninni hér
Bjarni Siguróli Jakobsson sem keppir fyrir hönd Íslands í virtustu matreiðslukeppni heims, Bocuse d´Or hefur skilað sínum réttum til dómnefndarinnar.
Keppnin er haldin í Lyon í Frakklandi dagana 29. – 30. janúar 2019.
Bjarni var sjötti keppandinn í eldhúsið og hóf keppni kl. 08:00 í morgun. Forréttur Bjarna var borinn á borð fyrir dómnefndina kl. 13:00 og kjötrétturinn kl. 13:35 á íslenskum tíma.
Aðstoðarmaður Bjarna í eldhúsinu er Ísak Darri Þorsteinsson. Þjálfari er Viktor Örn Andrésson. Hvert þátttökuland á fulltrúa í dómarateymi Bocuse d´Or og Sturla Birgisson matreiðslumeistari dæmdi fyrir hönd Bocuse d´Or akademíunnar á Íslandi.

Grænmetis “chartreus” fyllt með 4 tegundum af stúfuðum skelfisk; ostru, kúfskel, hörpuskel og bláskel. Tertan þurfti að vera 50% grænmeti að lágmarki.
Þessi réttur er til heiðurs Joel Robuchon sem var frægur fyrir að gera nútímlegar útgáfur af klassískum réttum og það er einmitt það sem stjórnendur keppninnar biðja keppendur um að útfæra.

Kálfahryggur sem þurfti að vera ofnbakaður, heill (roasted whole in one piece) og borinn fram á beininu, stöffaður með kálfainnyflum s.s. brisi, lifur, nýru, görnum, löppum.
Þessi réttur er dæmigerður Paul Bocuse réttur og því til heiðurs honum, en hann lést 20. janúar 2018 þá 91. árs að aldri.
Úrslit kynnt á morgun
Seinni partinn á morgun, miðvikudaginn 30. janúar, verða úrslitin kynnt við hátíðlega viðhöfn.
Bocuse d´Or akademían á Íslandi er hópur fyrrverandi keppenda sem heldur utan um þátttöku Íslands í keppninni.
Fleiri Bocuse d´Or fréttir hér.
Myndir: skjáskot úr beinni útsendingunni.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel23 klukkustundir síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn4 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn1 dagur síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn4 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni





















