Bocuse d´Or
Bocuse d´Or: Ari Jónsson – Viðtal
Ari Jónsson er einn af aðstoðarmönnum Bjarna Siguróla sem keppir fyrir hönd Íslands í Bocuse d´Or.
Ari er tvítugur matreiðslunemi og er að læra fræðin sín á Hótel Sögu. Ari byrjaði á því að fara í grunndeild matvælagreina í Hótel og matvælaskólanum í MK á haustönn 2015 og hóf svo verklegan samning á Hótel Sögu í maí, 2016.
Ari er búinn að uppfylla vinnutímana sína á námssamning en á eftir tvær annir í skólanum og stefnir á útskrift á vorönn 2020.
Við fengum Ara til að svara nokkrum spurningum:
Hefur þú tekið þátt í keppnum?
Voða lítið nei. Hef aðstoðað tvo stráka í dessert ársins, bæði 2016 og 2018. En annars er þetta fyrsta reynslan mín á að taka þátt í keppni.
Veitingastaðir sem þú hefur starfað hjá?
Hef unnið aðallega á Hótel sögu þá bæði í veisluþjónustunni og upp á Grillinu. Tók nokkra mánuði í veiðihúsum seinasta sumar.
Hvernig hafa æfingarnar gengið fram að þessu?
Æfingarnar hafa gengið vel, mjög margt úr Evrópukeppninni sem við lærðum á og gerði okkur kleift að komast hraðar af stað.
Hvað ertu núna að taka margar æfingar, til að mynda á viku?
Erum búnir að vera með tímaæfingar annan hvern dag frá því í byrjun janúar og dagarnir þess á milli fara í greiningu, prufur og undirbúning fyrir næstu tímaæfingu.
Hvernig stóð það til að þú varst aðstoðarmaður Bjarna?
Ég byrjaði snemma að fylgjast með Bocuse D´or Keppninni, enda margir af Hótel Sögu sem hafa komið nálægt keppninni. Fékk svo að mæta á seinustu tímaæfinguna að hjálpa þegar Viktor Örn Andrésson og hans teymi voru á leið í lokakeppnina, 2017. Svo tæplega ári seinna fékk ég ábendingu frá yfirmönnum mínum að Bjarni væri að leita að aðstoðarmönnum í sitt teymi og hafði strax samband við hann. Eftir góðan fund yfir kaffibolla var svo ákveðið að ég skyldi verða 2. aðstoðarmaður í liðinu.
Hvernig fjármagnar þú fyrir keppnina, laun, ferðakostnað osfr.?
Er nú svo heppin að eiga frábæra foreldra sem halda mér uppi með fæði og húsnæði. Annars var ég búinn að safna pening í sumar á milli keppna, en hef ekki enn haft tíma til að eyða honum.
Hvað er framhaldið hjá þér eftir Bocuse d´Or?
Klára námið og fara svo til útlanda á vit ævintýranna. Og að öllum líkindum taka þátt í einhverjum keppnum.
Áttu einhverjar fyrirmynd úr Íslenska veitingabransanum?
Væri erfitt að telja upp alla þá kokka sem ég lít hátt upp til í íslenska veitingabransanum. En til að nefna nokkra af þeim sem ég hef lært mikið af væru þeir Sigurður Helgason og Ólafur Helgi Kristjánsson af Hótel sögu, Sigurður Laufdal, Viktor Örn Andrésson og að sjálfsögðu helsta fyrirmyndin mín í bransanum hann Bjarni Siguróli Jakobsson sem hefur reynst óendanlegur Viskubrunnur þegar kemur að öllu tengdu kokkinum.
Af hverju fórstu að læra að verða matreiðslumaður?
Hafði mikinn áhuga á matreiðslu og eldaði mjög oft heima við í grunnskóla, svo þegar það kom að því að skoða og velja framhaldsnám fannst mér matreiðslumaðurinn vera mjög spennandi og ákvað að henda mér í það. Síðan þá hefur áhuginn bara vaxið og vaxið að því marki að ég er óendanlega þakklátur að hafa ákveðið að “Henda mér” í þetta nám.
Áhugamál?
Fyrir utan matreiðsluna hef ég mikinn áhuga á textasmíðum, söng og gítarleik og bara tónlist yfir höfuð. Er líka einstaklega mikill Bítla aðdáandi.
Eitthvað sem þú vilt segja við matreiðslunema sem eru að stíga sín fyrstu skref inn í veitingageirann?
Ekkert kemur í stað áhuga, metnaðar og góðrar vinnu reynslu. Alltaf leggja “auka” í allt sem þið gerið og til að skilja eftir gott “quote” hérna:
“It’s not the hours you put in your work that counts, it’s the work you put in the hours.”
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt3 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Keppni4 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum