Kristinn Frímann Jakobsson
Blómstrandi matarmenning á Local Food hátíðinni á Akureyri
Local Food sýningin verður haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri laugardaginn 17. október næstkomandi. Local food sýningin verður haldin annað hvert ár og tekur við af sýningunni Matur-Inn, en þá sýningu sóttu um 13-15 þúsund gestir þegar hún var haldin síðast árið 2013.
Local Food sýningin endurspeglar styrk Norðurlands sem stærsta matvælaframleiðslusvæðis landsins og er því kjörinn kynningarvettvangur fyrirtækja og einstaklinga í geiranum til að vekja athygli á framleiðslu, matarmenningu, veitingastarfsemi, matartengdri ferðaþjónustu og verslun þessu tengd.
Sýningin er fyrst og fremst sölusýning! Aðgangur að sýningunni verður ókeypis og er opnunartíminn frá klukkan 12-18.
Á Local Food sýningunni er ekki einungis hægt að smakka og kynna sér það besta í norðlenskri matvælaframleiðslu, þar eru einnig kynningarbásar frá veitingaaðilum og boðið verður upp á fyrirlestra um matarmenningu. Gestum sýningarinnar gefst kostur á að fylgjast með Masterchef einvígi og keppni í svokallaðri Mistery Basket þar sem matreiðslumeistarar keppa sína á milli.
Matreiðslunema keppa um besta eftirréttinn, kaffiþjónar keppa í besta áfenga, óáfenga og fallegasta kaffidrykknum, barþjónar keppa sín á milli í kokteilakeppni og síðast en ekki síst gefst almenningi kostur á að taka þátt í keppni um bestu samlokuna.
Klúbbur matreiðslumeistara á norðurlandi hefur yfirumsjón með keppnunum.
Við hvetjum alla til að kíkja við og skoða og smakka á því sem norðurland hefur uppá að bjóða og jafnvel gera frábær kaup í leiðinni.
Veitingageirinn.is á staðnum
Undirritaður mun vera á svæðinu fyrir veitingageirann , mynda og skrifa fréttir frá hátíðinni líkt og gert hefur verið í gegnum árin.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars