Vertu memm

Markaðurinn

Bliss vekur athygli í Berlín

Birting:

þann

Bliss vekur athygli í Berlín

Nýverið var íslenski drykkurinn Bliss kynntur á sýningunni Bar Convent Berlin. Bliss er kolvetnalaus, léttáfengur (4,5%) drykkur og hentar vel þeim sem kjósa frískandi og hollari kost í drykkjarvörum.

Drykkir af þessu tagi, sem gjarnan eru kallaðir áfengt sódavatn eða hard seltzer, hafa verið að ryðja sér rúms síðustu ár á drykkjavörumarkaði og eru orðnir vinsælir víða um heim. Undirstaða drykkjarins er kolsýrt vatn en áfengið er eplavín og bragðefnin úr hreinum ávöxtum.

Bliss vekur athygli í Berlín

Útkoman er bragðgóður og mildur drykkur án sykurs eða sætuefna. Þrjár bragðtegundir eru komnar á markað: Mandarin ginger, pink grape raspberry og basil lemon lime.

Drykknum var vel tekið á sýningunni, sem er sú stærsta sinnar tegundar í heimi. Á Bar Convent Berlin kynna áfengisframleiðendur vörur sínar og koma þátttakendur frá hátt í 90 löndum hvaðanæva úr heiminum og sækja yfir 16 þúsund gestir sýninguna á ári hverju. Bliss, sem rann ljúflega ofan í sýningagesti, fékk frábærar viðtökur og vakti athygli fyrir gott bragð og létta áferð.

Bliss er fáanlegt í Vínbúðunum og dreifingaraðili Bliss á Íslandi er Innnes ehf.

Almenn umfjöllun, víndómar og viðtöl, blandað ýmsum fróðleik um Ísland, mat, drykki og fleira því tengt.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið